Fagleg þjónusta fyrir ökutækið þitt

Auto Center - Tesla vottað verkstæði

Skemmuvegi 6, - bleik gata, 200 Kópavogi

National ID number: 511115-2720

Skemmuvegi 6, - bleik gata, 200 Kópavogi

Um AutoCenter

 Tesla Vottað verkstæði

Auto Center er 5 stjörnu Tesla vottað verkstæði.

Við ábyrgjumst að allar viðgerðir á Teslu eru unnar eftir viðgerðarleiðbeiningum framleiðanda og aðeins eru notaðir nýir original varahlutir frá Tesla.

Starfsfólk okkar hefur lokið fjölda námskeiða í viðgerðum á Teslum í gegnum gagnagrunn Tesla og erlendis. Teslan þín er því í öruggum höndum hjá okkur.

Sprautuverkstæði

AutoCenter er vottað Cabas verkstæði og sérhæfir sig í bílamálun og réttingum á öllum farartækjum. Við gerum við fyrir öll tryggingarfélög sem og fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Við leggjum mikinn metnað í að vera með bestu tæki og efni sem í boði eru til bílamálunar. Við notum aðeins hágæða efni frá Glasurit, sem eru viðurkennd af öllum bílaframleiðendum. Öll sprautun fer fram í sprautuklefa í hæsta gæðaflokki frá Omia.

Tjónamat

AutoCenter er vottað Cabas verkstæði og sérhæfir sig í bílamálun og réttingum á öllum farartækjum. Við gerum við fyrir öll tryggingarfélög. Til að fá tjónamat á bílinn þinn þá einfaldlega mætir þú til okkar í Skemmuveg 6. Ekki er þörf á því að panta tíma fyrir tjónamat. Við svo myndum allar skemmdir á bílnum, útbúum tjónamatið og sendum það frá okkur. Ef um tryggingartjón er að ræða, þá þarf tryggingarfélagið að samþykkja tjónamatið. Í framhaldi af því bókum við tíma fyrir bílinn þinn í viðgerð.

Bílrúður

Við hjá Auto Center sjáum um að skipta um bílrúður í öllum bifreiðum. Við vinnum fyrir öll tryggingafélög. Eina sem þú þarft að gera er að bóka tíma í bílrúðuskipti og við sjáum svo um öll samskipti við þitt trygginafélag.