National ID number: 621297-5709
621297-5709
Það var 1. apríl árið 1975 sem Guðmundur Jens Hallgrímsson stofnaði Blikksmiðju Guðmundar. Fyrstu 3 árin fór starfsemin fram í bakhúsi við Laugarbraut á Akranesi og árið 1978 flutti hann svo starfsemina í húsnæði við Merkigerði 18. Þar var hún í 14 ár eða þar til apríl 1992 þegar flutt var í núverandi húsnæði að Akursbraut 11b Akranesi.
Tímamót urðu hjá Guðmundi þann 5. janúar 2007 þegar hann seldi einum starfsmanni sínum, Sævari Jónssyni, blikksmiðjuna. Sævar, sem þá var búinn að starfa hjá Guðmundi í rúm 10 ár, hefur rekið blikksmiðjuna síðan.
Hjá Blikksmiðju Guðmundar starfa í dag 11 manns.
Starfsemi blikksmiðjunnar er að mestu leyti fólgin í almennri blikksmíði ásamt því að sinna sérverkefnum eins og viðhaldi á fasteignum, smíði á handriðum ofl. Hjá okkur eru einnig smíðaðir ýmsir hlutir, allt frá jötum fyrir húsdýr og upp í áhöld fyrir skurðstofur á sjúkrahúsum og allt þar á milli. Blikksmiðjan er mjög vel tækjum búin og er samkeppnisfær við flestar aðrar smiðjur á landinu.
Segja má að starfsmenn blikksmiðjunnar hafi getið sér gott orð fyrir góðar lausnir á ýmsu sem þeir hafa unnið við og má þá helst nefna frágang reykröra og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða hefðbundna arna eða gas arna.
Þarft þú að láta vinna fyrir þig? ...við reddum því !