Fegurðin felst í heiðarleikanum

Brauð & co

Nýbýlavegi 12, 200 Kópavogi

National ID number: 620615-1370

Open until 15:00

Nýbýlavegi 12, 200 Kópavogi

Brauð & co

Sms

Call

Send email

Open until 15:00

Upplýsingasíða

Það má með sanni segja að Brauð & Co hafi komið eins og stormsveipur inn á íslenska bakarísmarkaðinn og gjörbreytt því landslagi sem var þar fyrir. Vorið 2016 opnuðum við fyrsta bakaríið okkar í litríku húsi við Frakkastíg 16 og viðtökurnar fóru fram úr okkar allra björtustu vonum. Fyrstu mánuðina neyddumst við til að loka miklu fyrr en við höfðum ætlað, dag eftir dag, þegar allt bókstaflega kláraðist úr hillunum. En aukin eftirspurn leiðir að sjálfsögðu til aukins framboðs og í dag eru bakaríin orðin fimm talsins og vörutegundum hefur að sama skapi fjölgað verulega. Þess vegna ætti enginn að þurfa að fara tómhentur heim eða koma óvænt að luktum dyrum lengur. Viðskiptavinir okkar kunna gott að meta og þess vegna ætlar Brauð & Co að halda áfram á sömu braut og bjóða upp á ljúffengt súrdeigsbrauð, gómsæta kanilsnúða og fleira kræsilegt bakkelsi til að standa undir því trausti sem stöðugt stækkandi kúnnahópurinn sýnir okkur.