Við léttum þér lífið í stafræna ferðalaginu með því að sjá um vefinn, setja upp nýtt markaðsefni eða fríska upp á samfélagsmiðlana. Meðal verkefna sem við tökum að okkur eru;
- Vefhönnun í WordPress: Hönnun og uppsetning á vönduðum vefsíðum og vefverslunum sem koma þinni þjónustu eða vörum á framfæri.
- Umönnun á vefsíðum: Viðhald og vöktun á vefnum þínum, aðgangur að starfsmanni, uppfærslur á vefkerfum og innsetning á efni.
- Markaðsefni: Hönnun á fjölbreyttu markaðsefni fyrir vef- og prentmiðla. Samræming skilaboða þvert á miðla.
- META auglýsingaherferðir: Hönnun og uppsetning á herferðum í gegnum META birtingakerfið fyrir auglýsingar á FB og Instagram.
- Google Ads: Uppsetning á Google Ads sem birtast einvörðungu þeim sem eru að leita að viðkomandi vöru og þjónustu á Google.
- Markpóstar: Uppsetning á markpóstkerfum á borð við MailChimp, SendInBlue o.fl. Útlitshönnun og útsending fréttabréfa.
- Efnissköpun: Hugmyndavinna og skipulagning á myndatöku í samvinnu við ljósmyndara til öflunar á nýju myndefni.
- Google Business: Uppsetning á Google Business fyrir fyrirtæki með upplýsingum um vörur, þjónustur, opnunartíma o.fl.
- Leitavélabestun: Leitavélabestun á vefsvæði sem miðar að því að bæta sýnileika þannig að vörur og þjónusta finnist án keyptrar aðkomu.
- Kennsla á WordPress: Kennsla á WordPress fyrir þá sem eru með WP síðu og vilja geta sett inn efni, breytt texta eða myndum og birt fréttir.
- Kennsla á Canva o.fl.: Kennsla á Canva og markpóstkerfi fyrir þá sem vilja geta sett upp og miðlað stafrænu markaðsefni sjálfir.
- Þjónusta: Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu. Viðskiptavinir með þjónustusamning hafa forgang.