Dagar

Sms

Call

Send email

Information

Fagmennska í framkvæmd
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980. Hjá Dögum starfa um 750 manns um allt land.

‍Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón, vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.

Ræstingar
Dagar bjóða sveigjanlegar lausnir í ræstingum fyrir allar stærðir fyrirtækja og stofnana. Við metum þarfir fyrirtækisins og finnum hagkvæmar lausnir sem falla að þínum óskum. Skýrir verkferlar okkar tryggja framúrskarandi þrif frá fyrsta degi.

‍Við þjálfum starfsfólkið okkar vel og leggjum áherslu á skýra verkferla. Við notum bestu áhöld, tæki og vélar sem völ er á og Svansvottuð ræstingarefni. Það skilar sér í meiri gæðum í ræstingum og jákvæðum áhrifum á umhverfið.

Fasteignaumsjón

Reglubundið eftirlit, umhirða og viðhald fasteigna og umhverfis þeirra miðar að því að eignin haldi verðgildi sínu og virkni, og þjóni starfseminni og fólkinu sem hún hýsir á öruggan, aðlaðandi og hagkvæman hátt.

‍Dagar bjóða fjölþættar lausnir og heildstæða þjónustu í umsjón og rekstri fasteigna og umhverfis þeirra, allt eftir þínum þörfum.

Sérsniðnar lausnir

Sérhæfing og gagnkvæmt traust eykur skilvirkni og gæði. Við höfum þróað sérsniðnar lausnir fyrir ólíkar atvinnugreinar og starfsemi. Lausnirnar eiga það sammerkt að nýta sérþekkingu okkar, forða og innviði til að auka skilvirkni og hagkvæmni og auðvelda þér að ná afburða árangri í kjarnastarfseminni. Við vinnum þétt við hlið þér og sköpum virðisauka með sérþekkingu okkar og reynslu.

Hjá okkur færð þú fjölbreytta þjónustu sem við getum sniðið að þínum þörfum og óskum. Hafðu samband við þjónusturáðgjafa Daga og saman finnum við réttu lausnina, allt frá einstökum þjónustuþáttum yfir í heildarumsjón fasteignar.