Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi (dreifbýli)

Information

 

 


EFLA er þekkingarfyrirtæki, með hátt í 50 ára sögu, og veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög og er samfélagsleg ábyrgð samofin tilgangi fyrirtækisins.

Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU. Hjá fyrirtækinu starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Lögð er rík áhersla á nýsköpun og þróun. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsmanna til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls.

Kjarninn í starfi EFLU er vinna að verkefnum fyrir viðskiptavini félagsins. EFLA vinnur náið með viðskiptavinum að framúrskarandi lausnum og leggur metnað sinn í trausta ráðgjöf og afburða þjónustu. EFLA hefur í heiðri vistvæna áherslu og sjálfbærni í viðfangsefnum sínum og ber virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Lögð er mikil áhersla á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og eru öflugar starfsstöðvar á öllu landinu: Norðurlandi, Suðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum, Reykjanesbæ og Vesturlandi. 

Fyrirtækið er með vottun í gæðastjórnun ISO 9001, umhverfisstjórnun ISO 45001, öryggisstjórnun ISO 45001. EFLA er með jafnlaunavottun ÍST 85:2012.