National ID number: 530269-7529
- Reykjavík
530269-7529
Faxaflóahafnir sf. var stofnað 1. janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Akraneshöfn, Borgarneshöfn, Grundartangahöfn og Reykjavíkurhöfn. Faxaflóahafnir sf. byggja starfsemi sína á 100 ára hafnasögu, sem er í senn merkilegur og stór hluti af sögu þeirra sveitarfélaga sem standa að fyrirtækinu. Án hafnar hefði búseta eflaust þróast með öðrum hætti í Reykjavík og á Akranesi, en saga byggðarinnar og atvinulífs er samþætt hafnarstarfseminni. Það sem gerir fyrirtækið einstakt er að það er lykilaðili í þróun, uppbyggingu og rekstri mikilvægra innviða í flutninga og efnahagskerfi landsins. Það má í raun segja að höfnin í dag þjóni því hlutverki að vera; Sjávarútvegshöfn, flutningahöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Fjölbreytt aðstaða gefur fyrirtækinu mörg sóknarfæri á mörgum sviðum mannlífsins og getur á þeim grunni látið gott af sér leiða í þágu eigenda sinna, almennings og atvinnulífs.