Garðaþjónusta Reykjavíkur er rótgróið og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður fram aðstoð sína í öllu því sem snýr að garðinum. Allt frá léttu garðaviðhaldi til pallasmíði, hellulagnir og hönnun.
Pallasmíði og hönnun
Við smíðum draumapallinn ykkar. Þú kemur með hugmyndir og óskir en við aðstoðum að sjálfsögðu við hönnun ef óskað er eftir því. Smíði sólpalla er eitt það skemmtilegasta sem við gerum!
Pottar, saunur og skúrar
Við sjáum um allt sem viðkemur uppsetningu og tengingu heitra og kaldra potta. Við hönnum og smíðum umgjörðina svo potturinn fái notið sín sem best á þínum sólpalli og auki fegurð hans og sælu.
Einnig sjáum við um að setja upp Sauna í garðinn svo þú komist í gufu, setjum geymsluskúr á lóðina fyrir verkfærin og hressum upp á grindverkið.
Hellulagnir og hleðslur
Við sjáum um öll steinverk í garðinum ef þörf er á að helluleggja bílaplanið eða gangstíginn, jú eða hlaða í kringum blómabeð.
Almenn garðvinna
Við snyrtum, klippum og tökum garðinn í gegn. Tökum að okkur trjáklippingar, beðahreinsanir, þökulagnir og allt sem viðkemur umhirðu og fegrun gróðursins í þínum garði.
Jarðvegsvinna
Tökum að okkur alla jarðvinnu, vinnu við drenlagnir sem og aðrar lóðaframkvæmdir. Erum vel tækjum búnir og gerum hlutina fljótt og vel.
Vörubílar með krana
Erum einnig með öfluga vörubíla með krana sem eru seldir út á tímagjaldi. Henta vel í vöru og jarðvegsflutninga, upprif trjágróðurs svo fátt eitt sé nefnt.
Starfsmenn okkar hafa það eitt að markmiði að láta drauma viðskiptavina okkar rætast.
Hafðu samband strax í dag og við gerum draumagarðinn þinn að veruleika!