Ferjuvegi 1 - Laugarási, 806 Selfossi (dreifbýli)

Upplýsingasíða


Gróðrarstöðin Storð er flutt af Dalveginum á Ferjuveg 1 í Laugarási, 806 Bláskógarbyggð

Gróðrarstöðin Storð framleiðir og selur allar gerðir garðplantna, tré, runna, rósir, fjölærar plöntur, sumarblóm og matjurtir. Í boði eru um 2-300 tegundir og yrki af trjám, runnum og rósum ásamt fjölda tegunda og yrkja af fjölærum plöntum, um 50 tegundir sumarblóma og allar algengustu tegundir matjurta. Sérstök áhersla er lögð á að framleiða heilbrigðar og hraustar plöntur sem standast álag íslenskrar veðráttu. Auk hinna hefðbundnu tegunda sem seldar eru, koma inn nýjar og spennandi tegundir á hverju ári. Í söluskála stöðvarinnar er boðið upp á fjölbreytt úrval af kerjum og pottum, áburði, mold og vikri og öðru því sem tilheyrir garðræktun.

Stór hluti starfsfólks er fagmenntaður í garðyrkju en auk þess kemur inn hópur af skólafólki á sumrin. Starfsfólk stöðvarinnar er alltaf boðið og búið að aðstoða viðskiptavini sína og veita þeim faglega ráðgjöf um plöntur og ræktun þeirra.

 

Já uses cookies in order to improve user experience and analyse website traffic. Já has also updated its privacy policy. You can read about cookies and the privacy policy here.
Agree