Loftgæði eru lífsgæði - Sérfræðingar á sviði hita og loftræsistýringa

Hitatækni ehf

Smiðjuvegi 10, 200 Kópavogi

National ID number: 621188-2089

Closed | Opens 08:00

Smiðjuvegi 10, 200 Kópavogi

Hitatækni ehf

Sms

Call

Send email

Closed | Opens 08:00

Upplýsingasíða

Hitatækni selur gæða búnað fyrir hita og loftræsikerfi ásamt því að taka að sér allt er lítur að stýringu slíkra kerfa. Allt frá stýringu og raftengingum á blásurum upp í forritun og tengingu á hússtjórnarkerfum ásamt þrifum á loftræsikerfum.

Þrif á loftstokkum

Við bjóðum upp á þrif á loftstokkum í íbúðahúsum sem og loftræsikerfum fyrir skrifstofur. Enn fremur hreinsum við útsog frá eldhúsum.

Þjónustusamningar

Við bjóðum upp á þjónustusamninga um viðhald hita- og loftræsikerfa. Með þessu má oftar en ella koma í veg fyrir óþarfa rekstrarstöðvanir og kostnaðarsamar bilanir og tryggja hagkvæmari rekstur.

Hjá okkur starfa rafvirkjar, iðn-, verk- og tæknifræðingar með sérmenntun og áratuga reynslu á sviði hita og loftræsikerfa og getum við því veitt þjónustu á öllu er viðkemur slíkum kerfum. Sérhæfing og samvinna starfsmanna okkar tryggir fyrsta flokks þjónustu.  

Loftræsingar

Við bjóðum heildarlausnir á loftræsikerfum og stýringum fyrir heimili, skrifstofur og önnur rými.

Sala á búnaði

Hitatækni bíður búnað frá mörgum af fremstu framleiðendum stýri og loftræsibúnaðar í heiminum. Má þar nefna, Swegon, Belimo, Alerton, Trox, Fidelix, Flowair, Komfovent, Regin, Vaisala, Hygromatik, Systemair, Thermokon, Ziehl-Abegg og fl.