Salir til leigu fyrir öll tilefni, tónleikar, viðburðir og Rokksafn Íslands

Hljómahöll

Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ

National ID number: 470794-2169

Closed | Opens 10:00

Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ

Hljómahöll

Sms

Call

Send email

Closed | Opens 10:00

Upplýsingasíða

ROKKSAFN ÍSLANDS

Rokksafn Íslands er frábært safn fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast íslenskri tónlist. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja.


Á safninu er að finna stórt gagnvirkt sýningaratriði sem alla jafna er kallað gagnvirku plötuspilararnir en það hylur stærsta vegg safnsins þar sem upplýsingum um íslenska tónlistarmenn er varpað á um tólf metra breiðan vegg. Tilgangur atriðisins er að gera safngestum kleift að kafa dýpra í sögu þeirra listamanna sem fjallað er um í sýningaratriðinu en atriðið blandar saman skrifaðri sögu listamannanna ásamt ljósmyndum, myndböndum og tónlist. Safngesturinn velur sjálfur hvaða vínylplötu hann setur á fóninn og svo snýr hann plötunni sjálfur á meðan hann skoðar efnið sem tengist listamanninum. 


Í Rokksafni Íslands er að finna Rokkbúðina en þar má finna ýmsan varning tengdan rokksögunni s.s. ævisögur um íslenska tónlistarmenn, bækur sem rekja sögu tónlistar á Íslandi, geisladiska, vínylplötur, íslenskar heimildarmyndir um tónlist, varning frá Sigur Rós, Björk, Of Monsters and Men, Páli Óskari, Björgvini Halldórssyni og mörgum fleiri, trommukjuða, gítarstrengi, gítarneglur, gítarsnúrur, heyrnartól, hátalara og svo auðvitað vinsælustu vöruna okkar - boli sem eru merktir Rokksafni Íslands - og margt margt fleira. Við mælum eindregið með heimsókn í Rokk-búðina.


Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja fræðast betur um hana. 


Safnið er staðsett í Reykjanesbæ í um hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Safnið er opið alla daga frá 11:00-18:00. Safnið er opið allan ársins hring nema á nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, aðfangadag jóla, jóladag og gamlársdag.


STAPI

Hið sögufræga félagsheimili Stapi er stærsti salur Hljómahallar og getur tekið allt að 800 gesti á tónleikum (700 standandi á gólfi og 100 í sætum á svölum) og allt að 897 gesti á dansleikjum (ef salur er framlengdur yfir í Merkines-salinn). Stapi tekur allt að 457 gesti í sæti (leikhúsuppröðun) og þar af eru rúmlega 100 sæti á svölum. Þá getur salurinn tekið allt að 450 manns í borðhald og þá er salurinn framlengdur með því að opna yfir í Merkines-salinn.

BERG

Salurinn Berg er kjörinn fyrir tónleika, fundi og ráðstefnur. Berg býr yfir fullkomnu og öflugu hljóðkerfi, skjávarpa og sýningartjaldi. Í salnum eru alla jafna 100 sæti en hægt er að fjölga sætum í 130. Salurinn Berg er nefndur eftir Hólmsbergi í Keflavík sem í daglegu tali er nefnt „Bergið“.

MERKINES

Salurinn Merkines hentar vel undir viðburði s.s. fermingarveislur, afmæli, fundi o.s.frv. Merkines virkar einnig sem framlenging á Stapanum en það getur komið sér vel ef um stóra viðburði er að ræða í Stapa eða stóran dansleik. Salurinn er nefndur eftir fæðingarstað Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmssonar í Höfnum.

FÉLAGSBÍÓ

Félagsbíó er notað alla jafn á daginn í Rokksafni Íslands þar sem heimildamyndir um íslenska tónlist eru sýndar en einnig hægt er leigja salinn en hann hentar mjög vel undir minni fyrirlestra með glærusýningum eða kvikmyndasýningar. Í salnum er stórt breiðtjald, góður skjávarpi og fullkomið 7.1 hljóðkerfi. Salurinn er nefndur eftir Félagsbíói, kvikmyndahúsi sem var lengi vel starfrækt í Keflavík. Í Félagsbíói voru lengi vel höfuðstöðvar Leikfélags Keflavíkur auk þess sem margir tónleikar fóru fram þar.