Laugavegi 182, 3. hæð, 105 Reykjavík
National ID number: 630413-0360
630413-0360
Fyrirtækið
Inkasso er traust, framsækið innheimtufyrirtæki sem sinnir innheimtu fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins, sveitarfélög og einstaklinga. Frá stofnun Inkasso árið 2010 höfum við umbylt kröfuinnheimtu á Íslandi.
Hlutverk Inkasso
Okkar hlutverk er að gera góðar heimtur betri. Við umbreytum innheimtuþjónustu með áherslu á upplifun greiðenda og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Við erum skilningsrík, lausnamiðuð og notum rafrænar lausnir sem létta líf hagmunaðila beggja vegna borðs og gerum þannig góðar heimtur betri.
Enginn kostnaður
Það kostar ekkert að vera í viðskiptum við Inkasso, setja kröfu í innheimtu eða þiggja ráðgjöf frá þjónustufulltrúum. Inkasso býður upp á þjónustu á öllum stigum innheimtu sem viðskiptavinir geta nýtt sér að fullu eða hluta.
Inkasso Strax
Inkasso býður einnig upp á lausn fyrir einstaklinga í atvinnurekstri og smærri fyrirtæki. sem við nefnum Inkasso Strax. Það er einfalt að skrá sig í Inkasso Strax og gefa út reikninga. Inkasso stofnar kröfu í heimabanka og sendir reikning í pósti, samkvæmt óskum notanda. Í framhaldinu er krafan komin í skilvirkt Innheimtukerfi Inkasso þar sem hægt er að fylgjast með framvindu og fá góða yfirsýn yfir reikningana.
Samfélagslega ábyrg innheimta?
Við leggjum áherslu á samfélagslega ábyrgð í öllum okkar störfum því við við viljum skapa verðmæti, ekki bara fyrir kröfuhafa, heldur líka fyrir greiðendur, samfélagið og komandi kynslóðir.