FÁGUN · SVEIGJANLEIKI · GÆÐI · TRAUST

Lynghálsi 4, 110 Reykjavík

Upplýsingasíða

Hvað er það sem skiptir mestu máli fyrir þitt fyrirtæki? ÍÞAKA leggur metnað sinn í að útvega rétta umhverfið fyrir reksturinn. Hvort sem um er að ræða verslunar- og skrifstofuhúsnæði, hótelbyggingar eða iðnaðarhúsnæði þá hefur ÍÞAKA að bjóða húsnæði á besta stað.

ÍÞAKA ehf. er fasteignafélag sem rekur og leigir út atvinnuhúsnæði, byggir upp lóðir og þróar lausnir til að mæta húsnæðisþörf fyrirtækja. ÍÞAKA leggur áherslu á skilvirkni og skjóta þjónustu. Aðalsmerki okkar eru gæði, traust, fágun og sveigjanleiki.