Við sérhæfum okkur í grafín húðun

JG Grafín ehf

Lambhagavegi 9, 113 Reykjavík

National ID number: 551020-1420

Closed | Opens 08:00

Lambhagavegi 9, 113 Reykjavík

JG Grafín ehf

Sms

Call

Send email

Closed | Opens 08:00

Upplýsingasíða

KERAMIK EÐA GRAFÍN LAKKVÖRN - SAMANBURÐUR

Ef þú ert að leita að góðri lakkvörn til að vernda lakkið á bílnum þínum þá ertu á réttum stað. Berum nú saman tvær vinsælar meðferðirnar á markaðnum í dag, keramik og grafín húðun.

GRAFÍN LAKKVÖRN

Það er margt hliðstætt með keramik og grafín húðun. Bæði efnin  bindast lakki bifreiðar með nanótækni og tryggja þannig þéttingu og vernd á sameindastigi. Hver er munurinn á grafín og keramiki?

Án þess fara of djúpt ofan í tæknileg atriði þá er grafín nafnið fyrir atómþykkan hjúp af kolefnisatómum. Styrkleika grafíns hefur verið líst þannig: “Harðara en demantur en samt teygjanlegra en gúmmí; harðara en stál en samt léttara en ál“. Grafín er sterkasta efnið sem þekkt er. Í einföldu máli er hægt að lýsa grafíni sem einu lagi af grafíti. Grafít fyrir umbreytingu í grafín er mjúkt, sveigjanlegt og afar hitaþolið steinefni.

Vegna uppbyggingar grafíns og efnafræðilegra eiginleika þess hefur grafín meira vatnssnúningshorn en þau keramik efni sem nú eru á markaðnum. Þetta þýðir að raki eða bleyta loðir síður við lakkið og minnkar hættu á að vatnsblettir myndist á yfirborði lakksins.  Raf- og hitaleiðni eiginleikar grafíns minnka viðloðun ryks og annarra öragna á yfirborði lakksins.

KERAMIK LAKKVÖRN

Keramik bindst lakki bifreiðar með nanótækni og býr þannig til fínt hlífðarlag ofan á lakk bifreiðar.   Með nanótækni sameinast keramikið efnasambandi lakksins og þéttir með því agnarsmáar holur í lakki bifreiðarinnar.

Með keramik húðun myndast sterk, mjög endingargóð vörn og lítur bifreið með keramik lakkvörn  út eins og nýbónuð, þvott eftir þvott. Keramik lakkvörn viðheldur lita áherslu, gljáa og veitir yfirborðsvernd á ökutæki.

Keramik lakkvörn er einstaklega efnaþolin og þolir t.d. vel notkun hreinsi- og leysiefna. Auðveldara er að viðhalda fallegu útliti ökutækis og minna viðhald er nauðsynlegt til að halda lakkinu hreinu og glansandi.

Þetta efnaþol nýtist einstaklega vel sem vörn gegn umhverfisáhrifum eins og t.d. sólarljósi og fuglaskít og öðru sem getur valdið niðurbroti á lakkinu. Keramik lakkvörn myndar yfirborðsvörn á lakkinu sem hrindir vel frá sér óhreinindum  og ekki er þörf á að bóna ökutæki sem hefur verið meðhöndlað með slíkri lakkvörn.

Keramik lakkvörn er með 5 ára ábyrgð frá framleiðanda.

GRAFÍN ER LAKKVÖRN FRAMTÍÐARINNAR

Bæði keramik og grafín lakkvörn byggja á nanótækni en grafín lakkvörn hefur þó ákveðna kosti fram yfir keramik lakkvörn. Bæði efnin veita vernd gegn útfjólubláum geislum, vatni og óhreinindum en grafín er sterkara efni en keramik og hefur eiginleika sem keramik hefur ekki. Þar að auki er grafín þynnra en keramik. Þynnra og sterkara þýðir að grafín getur tengst betur við hvaða yfirborð sem er, í þessu tilfelli bílalakk. Aðrir eiginleikar grafíns eru mikill sveigjanleiki þess, lítil rafleiðni, efnið dregur úr hitamyndun á yfirborði lakks og er mjög efnaþolið.

HVOR LAKKVÖRNIN ER BETRI?

Muninn á þessum tveimur efnum og því hvernig vörn þau veita má sjá hér að neðan. Þú getir svo dregið þína eigin ályktun og komist að niðurstöðu um það hvor lakkvörnin hentar þér betur.

OKKAR NIÐURSTAÐA ER ÞESSI

Grafín er án efa ótrúlegt efni og gera eðlisfræðilegir eiginleikar þess það einstakt. Hér gefst þér tækifæri til að njóta ávinningsins sem grafín lakkvörn hefur að okkar mati umfram keramik lakkvörn á svipuðu og jafnvel lægra verði en samkeppnisaðilar okkar bjóða keramik húðun.  Við teljum ekki vafa á því að grafín lakkvörn sé efni framtíðarinnar.

Já uses cookies in order to improve user experience and analyse website traffic. Já has also updated its privacy policy. You can read about cookies and the privacy policy here.
Agree