Óseyrarbraut 27, 220 Hafnarfirði

Köfunarþjónustan ehf.

Sms

Call

Send email

Um Köfunarþjónustan

Köfunarþjónustan hefur verið valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja fjögur ár í röð 2017 – 2024.  

Mottó okkar er ,,öflugt teymi sem tekst á við fjölbreytt verkefni við krefjandi aðstæður"

Fyrirtækið skilgreinir sig sem jaðarverktaka og skiptist niður í fjórar megindeildir ásamt vörusölu og tækjaleigu. 

Köfunardeild

Köfunarþjónustan hefur áralanga reynslu á sviði köfunar, er vel tækjum búið og hefur yfir að ráða hópi reyndra atvinnukafara.

Fyrirtækið tekur að sér stór sem smá köfunarverkefni. Þess má einnig geta að við erum vottaðir af fimm vottunarfélögum.

        

Mælingadeild

Við veitum margs konar þjónustu varðandi rannsóknir á botni sjávar og stöðuvatna, þar á meðal eru fjölgeislamælingar, setþykktarmælingar, öflun borkjarna úr lausum jarðlögum, botnsýnataka og myndskeiðsupptaka.

Köfunarþjónustan er í nánu samstarfi við Kjartan Thors ehf. vegna ýmissa rannsóknaverkefna.

   

Flotbryggjudeild

Innflutningur, ráðgjöf, þjónusta og uppsetning.

Köfunarþjónustan er umboðsaðili á flotbryggjum frá SF Marina, Marine Floor og CanadaDocks.

   

Sérverkefnadeild

Sérverkefnadeild sérhæfir sig í jaðarverkefnum sem önnur fyrirtæki veigra sér við.

Má þar nefna uppsetning á stoðvirkjum til snjóflóðavarna, borun á bergfestum, uppsetning á fallvarnabúnaði.

     

Vörusala

Mengunarvarnir, ruslasöfnun í sjó og fleiri áhugaverðar vörur



Oilex er Þýskt fyrirtæki sem býður upp á hágæða ísogsvörur.

Oilex er 100% náttúrlegt efni og án allra aukaefna. Það er vatnsfælið og brotnar að fullu niður í náttúrunni. Það mengar hvorki jarðveg né grunnvatn. Oilex hefur mjög hraða virkni og dregur í sig mengandi efni á skömmum tíma. Það er auðvelt að hreinsa það upp að lokinni notkun. Það hefur mjög breiða virkni og vinnur á öllum olíum og eldsneyti ásamt flestum efnum á fljótandi formi. Ásamt því að hreinsa upp koppafeiti og flest önnur smurefni sem og blóð.


Hönnunar- og framleiðsluaðstaða er staðsett í Bretlandi.

Vikoma er leiðandi í heiminum með yfir 50 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á áreiðanlegum og nýstárlegum búnaði í endurheimt á olíu og umhverfislausnum.

Vikoma státar af miklu úrvali af búnaði til þess að girða af mengunarslys á sjó og vatni. Einnig með búnað til endurheimta olíu og fleira úr sjó og vatni.

Sérfræðingateymi þeirra mun veita þér áreiðanlegt kerfi til að uppfylla kröfur þínar.


Tækjaleiga:

Bátar, prammar, rafstöðvar, dælur o.fl. 

Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu okkar www.kafari.is