National ID number: 521297-2129
521297-2129
Gróðrarstöðin Mörk var stofnuð haustið 1967 og hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin rúm 40 ár, er nú ein helsta uppeldisstöð landsins fyrir hverskonar garð- og skógarplöntur. Starfssvæði Gróðrastöðvarinnar Markar er einkar vel staðsett. Við erum innst í Fossvogsdal - miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Gróðrarstöðin Mörk hefur á boðstólnum garðtré í ýmsum stærðum, skrautrunna, skógarplöntur, fjölærar plöntur, sumarblóm og matjurtaplöntur. Einnig tilheyrandi vörur t.d mold, áburð og ker.
Opnunartíma okkar er hægt að sjá á heimasíðunni mork.is
Gróðrarstöðin Mörk á google: smellið hér