Sement framtíðarinnar

Sementsverksmiðjan ehf

Mánabraut 20, 300 Akranesi

National ID number: 560269-5369

Open until 16:00

Mánabraut 20, 300 Akranesi

Sementsverksmiðjan ehf

Sms

Call

Send email

Open until 16:00

Um Sementsverksmiðjan

Sementsverksmiðjan flytur inn sement sem er m.a. nýtt í framleiðslu á steinsteypu. Fyrirtækið hefur lagt sitt af mörkum til að styrkja innviði og mannvirkjagerð á Íslandi, þar með talið húsbyggingar, hafnir og vegi sem hafa stuðlað að betra lífi og tryggt afkomuöryggi landsmanna. Saga verksmiðjunnar á rætur að rekja til ársins 1948 þegar íslenska ríkið ákvað að byggja verksmiðjuna á Akranesi og hófst sementsframleiðslan 1958. Framleiðslu sements var hætt 2012 og hófst þá innflutningur á sementi frá norska sementsframleiðandanum Heidelberg Materials Sement Norge.

Framleiðandi sementsins hefur sett sér það markmið, að árið 2025 verði hægt að fá kolefnishlutlaust sement. Þetta hyggst Heidelberg Materials meðal annars gera með því að fanga koldíoxið úr útblæstri gjallbrennsluofnanna og koma þannig í veg fyrir að það berist í andrúmsloftið. Sementið verður þannig ennþá umhverfisvænna byggingarefni.

Sementsverksmiðjan flytur inn sementstegundirnar; Anleggsement, sem er hreint portlandsement og Standardsement FA, sem er blandað sement. Sementið er selt í lausu eða í stórsekkjum til viðskiptavina frá birgðastöðvum á Akranesi og Akureyri en einnig er hægt að fá sement í 20 kg pokum hjá helstu byggingarvöruverslunum. Hjá fyrirtækinu er einnig hægt að sérpanta Industrisement í stórsekkjum.

Stjórnkerfi Sementsverksmiðjunnar hefur þrjár vottanir

  • ISO 9001:2015 gæðavottun
  • ISO 45001:2018 heilbrigðis- og öryggisvottun
  • ISO 14001:2015 umhverfisstjórnunarvottun

Sementsverksmiðjan er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf.