Tónlistarskóli Snæfellsbæjar

Hjarðartúni 6, 355 Ólafsvík

National ID number: 510694-2449

Hjarðartúni 6, 355 Ólafsvík

Tónlistarskóli Snæfellsbæjar

Sms

Call

Send email

Upplýsingasíða

Snæfellsbær er fjölskylduvænn bær í náttúruparadís á Snæfellsnesi.

Bæjarfélagið er um 680 ferkílómetrar að stærð og íbúar þess eru um 1700 talsins. Flestir búa í þéttbýliskjörnunum Ólafsvík, Rifi og Hellissandi, en aðrir íbúar eru dreifðir um sveitir þess, Fróðárhrepp, Breiðuvík og Staðarsveit, eða minni þéttbýliskjarna á Hellnum og Arnarstapa.

Helstu atvinnuvegir í Snæfellsbæ eru sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta. Styrkum stoðum hefur verið rennt undir menntun með öflugu skólakerfi þar sem lögð er áhersla á metnaðarfullt og lifandi skólastarf og þá er skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni með besta móti. Í sveitarfélaginu er öflugur leikskóli, góður grunnskóli, frábær tónlistarskóli og fjölbrautaskóli í næsta nágrenni. Skólarnir í Snæfellsbæ hafa allir fengið Grænfánavottun og í þeim er unnið öflugt umhverfisstarf.

Það sem einkennir Snæfellsbæ öðru fremur er hin stórbrotna náttúra sem hér er að finna og hefur ferðaþjónusta vaxið mjög í Snæfellsbæ á undanförnum árum, en Snæfellsjökulsþjóðgarður liggur m.a. að öllu leyti innan marka sveitarfélagsins og dregur að sér fjölmarga gesti ár hvert.

Snæfellsbær er vottað umhverfisvænt sveitarfélag og hefur hlotið árlega vottun frá EarthCheck frá árinu 2008.