National ID number: 500805-0480
Closed
500805-0480
S.S. Gólf ehf sérhæfir sig í lagningu Epoxy gólfa og býður fjölliðunargólfefni sem eru iðnaðargólfefni af ýmsum toga. Efnin henta vel við aðstæður þar sem mikið mæðir á, efnaþol þarf að vera hátt og hreinlæti mikið, gólfefnin eru samskeyta og fúgulaus. Þessi gólf henta því sérstaklega vel hjá fyrirtækjum í matvælaframleiðslu, fiskvinnslur, mötuneyti, vöruhús, iðnaðrhúsnæði, bílskúra, þvottahús. Oftast er lagður húlkíll, u.þ.b. 10 cm kverkalisti og eins er hægt að leggja uppá veggi sem auðveldar þrif.
Helstu vörumerki fyrirtækisins eru 4000 Gólfefni, kvartsgólf sem hentar vel við flestar aðstæður og Steinteppi sem eru heppileg á sýningarsali, verslanir, skrifstofur og aðra staði sem þurfa slitsterkt og falleg gólfefni. Steinteppi veita mikla möguleika í hönnun, þeim má litaskipta og til dæmis koma fyrir vörumerkjum í miðju gólfi. Mikið úrval er af steinteppum en vinsælustu steinteppin eru unnin úr grjóti úr fjörunni í Vík í Mýrdal. Fleiri efni eru á boðstólnum auk flotunar, slípunar og lökkunar á gólfum.
Starfsmenn fyrirtækisins hafa yfir 29 ára reynslu í lögn epoxygólfefna hérlendis en einnig hefur fyrirtækið sinnt verkefnum erlendis.
Starfsmenn koma á staðinn og skoða verkefni gefa ráðleggingar, gera kostnaðaráætlanir og tilboð.
S.S. Gólf ehf. Miðhrauni 22b, 210 Garðabæ.