Leiðandi í stóriðju

Vesturhrauni 1, 210 Garðabæ

Framtak - Blossi dísilverkstæði

Sms

Call

Send email

Information

Stálsmiðjan-Framtak ehf. er framsækið fyrirtæki sem er starfrækt á traustum grunni og varð til við sameiningu tveggja fyrirtækja, Stálsmiðjunnar ehf. sem hefur verið starfrækt síðan 1933 og Framtaks ehf. sem hefur verið starfrækt frá árinu 1988. Fyrirtækið sinnir ýmsum verkefnum, jafnt stórum sem smáum á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 120-130 manns. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru nokkrar og fer umfangið eftir verkefnum. Fastar starfsstöðvar eru í Vesturhrauni 1 og 3, Slippnum við Ægisgarð, Trésmíðaverkstæði er að Dvergshöfða 27 (í sama húsi og Framtak-Blossi ehf. systurfyrirtæki Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf.) og smiðja á Grundartanga sem sinnir verkefnum fyrir fyrirtæki á því svæði. Auk þess eru vinnubúðir við Reykjanesvirkjun og Rio Tinto Alcan í Straumsvík. 

Frá upphafi hefur þjónusta við skipaflotann, rekstur slipps í Reykjavík, vélaviðgerðir, rennismíði og stálsmíði verið  eitt af aðalverkefnunum, en síðustu ár hefur þjónusta við annan iðnað, einkum orkuver og áliðnað, verið vaxandi þáttur í starfseminni. Stálsmiðjan-Framtak ehf. rekur sérhæft trésmiðaverkstæði sem býr yfir mikill sérþekkingu á skipainnréttingum auk þess að smíða t.d. lista, glugga og hurðakarma í gömul hús.

Allar deildir fyrirtækisins eru vel tækjum búnar og hefur fyrirtækið yfir að ráða nýjustu mælitækjum og áhöldum sem völ er á. Starfsmenn eru m.a vélfræðingar, vélvirkjar, rennismiðir, trésmiðir, stálsmiðir og sérhæfðir suðumenn. Meðal réttinda sem starfsmenn hafa eru réttindi til að sjónskoða suður.

Starfsmenn sækja námskeið reglulega, bæði innan-húss og utan,  til að viðhalda hæfni, færni og þekkingu. Framtak–Blossi, systurfyrirtæki okkar, er með þjónustusamning fyrir MaK skipavélar sem eru heimsþekktar fyrir áreiðanleika og endingu og er þjónusta við MaK vélar stór þáttur í daglegum verkefnum auk viðgerða á öðrum vélategundum. 

Stálsmiðjan-Framtak hefur tekið þátt í mörgum stórum verkefnum á landi, m.a. við uppbyggingu og viðhald vatns- og gufuaflsvirkjana s.s. , Búðarhálsvirkjunar, Sultartangavirkjunar, Kárahnjúkavirkjunar, Reykjanesvirkjunar og Hellisheiðarvirkjunar auk viðhaldsverkefna í Nesjavallavirkjun og Svartsengi. Einnig hefur fyrirtækið komið að uppbyggingu og stórum viðhalds-verkefnum bæði hjá Norðuráli og Rio Tinto Alcan.  Fyrirtækið býr einnig yfir allnokkurri þekkingu á öðrum aflgjöfum s.s. rekstri vetnisstöðvar.

Starfsemi Stálsmiðjunnar-Framtaks er vottuð skv. ISO-9001

 

Já uses cookies in order to improve user experience and analyse website traffic. Já has also updated its privacy policy. You can read about cookies and the privacy policy here.
Agree