National ID number: 411193-2419
411193-2419
Starfsfólk Útfararstofu Kirkjugarðanna hefur mikla reynslu við að aðstoða fólk þegar erfiðleikar steðja að vegna andláts. Aðalskrifstofa Útfararstofunnar er að Vesturhlíð 2 Fossvogi (s: 551-1266). Opnunartími skrifstofunnar er frá 08:00 – 16:30 alla virka daga. Eftir lokun og um helgar er vakt í síma 551-1266.
Aðstandendur þurfa að taka afstöðu til fjölmargra atriða varðandi útförina. Útfararstofa Kirkjugarðanna ráðleggur fólki eftir bestu getu og annast alla þætti útfararinnar sé þess óskað.
Það sem þarf að ákveða er:
Kostnaður við útför er misjafn eftir því hvaða leiðir eru valdar. Útfararstofa Kirkjugarðanna hefur verðlista yfir þá þjónustu sem hún veitir eða útvegar og unnt er að leggja fram áætlun um hvað útför muni kosta miðað við þær óskir sem settar eru fram. Á heimasíðu stofunnar www.utfor.is er að inna allar upplysingar um útfararkostnaðinn og dæmi um mismunandi verð á útförum.