National ID number: 420475-0129
Closed
420475-0129
Útivist er lifandi félagsskapur fólks með áhuga á útiveru og ferðalögum um Ísland. Á vegum Útivistar er boðið upp á fjölbreyttar ferðir sumar sem vetur, allt frá dags- eða kvöldgöngum til langra ferða um öræfi landsins.
Útivist býður upp á ferðir við sitt hæfi, hvort sem þeir velja léttar göngur styttri vegalengdir eða stefna til hærri fjalla. Einnig starfar jeppadeild innan Útivistar þar sem þátttakendur koma í ferðir á eigin jeppum.
Útivist hefur byggt upp og rekur fjölda fjallaskála á hálendinu. Fyrsti skáli félagsins reis í Básum á Goðalandi og þar rekur félagið gistiaðstöðu og tjaldsvæði. Uppbygging og viðhald skálanna er unnin í sjálfboðavinnu félagsmanna og eru vinnuferðir í skála stór þáttur í félagsstarfinu.
Allar nánari upplýsingar um gistiaðstöðu og tjaldsvæði í Básum hér: https://www.basarcabins.is/