Látin vændiskona liggur í ruslatunnu í skuggasundi og rifjar upp ævi sína: Uppvaxtarárin á íhaldssömu heimili þa…
Látin vændiskona liggur í ruslatunnu í skuggasundi og rifjar upp ævi sína: Uppvaxtarárin á íhaldssömu heimili þar sem trúrækinn faðir réð lögum og lofum, flóttann að heiman og miskunnarlaust lífið í vændishúsum Istanbúl. Ekki síst eru henni vinirnir fimm sem hún eignaðist hugleiknir, hjartahlýtt utangarðsfólk sem stóð með henni gegnum súrt og sætt – og ætlar sér sannarlega ekki að bregðast henni núna.
Elif Shafak er tyrknesk-breskur verðlaunahöfundur og mest lesni kvenhöfundur Tyrklands. Hún hefur skrifað sautján bækur og verk hennar hafa verið þýdd á um fimmtíu tungumál. Elif er ötul baráttukona fyrir málfrelsi og réttindum kvenna og hinsegin fólks.
Nanna B. Þórsdóttir þýddi.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.