Þrjár fallegar handsaumaðar A5 stílabækur úr smiðju Galen Leather. Bækurnar er með auðum síðum en með bókinni fylgja bæði línustrikuð og rúðustrikuð hjálparblöð sem hægt er að leggja undir blaðsíðurnar. Einnig fylgir með þurrkblað til að leggja á milli blaðsíðna.
Japanski Tomoe River pappírinn er einstakur og uppáhald allra sem skrifa með blekpenna. Pappírinn er einstaklega fíngerður o…
Þrjár fallegar handsaumaðar A5 stílabækur úr smiðju Galen Leather. Bækurnar er með auðum síðum en með bókinni fylgja bæði línustrikuð og rúðustrikuð hjálparblöð sem hægt er að leggja undir blaðsíðurnar. Einnig fylgir með þurrkblað til að leggja á milli blaðsíðna.
Japanski Tomoe River pappírinn er einstakur og uppáhald allra sem skrifa með blekpenna. Pappírinn er einstaklega fíngerður og þunnur, en tekur gríðalega vel við bleki úr blekpennum og er af mörgum talinn allra besti pappír heims fyrir blekpenna. - Maður verður eigilega að prófa að skrifa á Tomoe River pappír til að skilja út á hvað þessi ást gengur.
Bækurnar koma í fallegri öskju sem er bæði falleg til gjafar og til að geyma bækurnar í, inn á milli notkunar.
Hver bók er í stærðinni A5 og iniheldur 128 auðar blaðsíður.
Galen Leather var stofnað árið 2012 af Zeynep í Istanbúl í Tryklandi. Zeynep greindist með krabbamein í hálsi árið 2012 og undirgekst meðferð sem varð þess valdandi að hún gat ekki talað. Fyrir vikið fór hún að hanna og sauma fallega hluti úr leðri og seldi í gegnum vefverslun, þar sem hún gat átt í samskiptum í gegnum tölvupósta og þurfti ekki að tala við viðskiptavini sína. Reksturinn blómstraði og stækkaði ört á næstu árum, enda lagði hún miklá áherslu að að handvinna vörurnar sínar úr hágæða hráefni sem veðrast og eldist vel.
Zeynep lést árið 2019 eftir baráttu við krabbamein og sér nú bróðir hennar um reksturinn í minningu hennar þar sem áfram er lögð áhersla á hágæða handverk úr fyrsta flokks hráefni.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.