Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem bjuggu á landinu, skipti þá engu hvort þeir studdu málsstað nasista eður ei. Karl Hirst, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi. Og þegar vistinni í fangabúðunum lauk tók við annar hryllingur.
Að stríði loknu gekk illa að fá leyfi fyrir þ…
Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem bjuggu á landinu, skipti þá engu hvort þeir studdu málsstað nasista eður ei. Karl Hirst, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi. Og þegar vistinni í fangabúðunum lauk tók við annar hryllingur.
Að stríði loknu gekk illa að fá leyfi fyrir þessa menn að snúa heim til vina sinna og fjölskyldna – dómsmálaráðherrann vildi ekki sjá þessa menn á Íslandi. Þetta mál olli miklum sviptingum og í kjölfarið var mynduð ný stjórn sem gerði Þjóðverjunum auðveldara að snúa heim.
En ekkert var sem áður, þessir menn voru niðurbrotnir og sum hjónaböndin þoldu ekki álagið. Dvölin í fangabúðum Englendinga hvíldi þungt á þessum fjölskydum, kynslóð fram af kynslóð.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.