Virkilega vandaðar, mjúkar og lífrænar nýburableyjur frá danska merkinu Elskbar sem hægt er að nota frá fyrsta degi nýs lífs! Það er ekki að ástæðulausu sem þessar nýburableyjur eru í aðalhlutverki í nýburableyjuleigunni okkar. Þessar dúllur passa börnum frá 2,5-6kg og eru ótrúlega fallegar í minningarkassann.
Með Elskbar nýburableyjunni færðu AIO (allt-í-einni) taubleyju sem hen…
Virkilega vandaðar, mjúkar og lífrænar nýburableyjur frá danska merkinu Elskbar sem hægt er að nota frá fyrsta degi nýs lífs! Það er ekki að ástæðulausu sem þessar nýburableyjur eru í aðalhlutverki í nýburableyjuleigunni okkar. Þessar dúllur passa börnum frá 2,5-6kg og eru ótrúlega fallegar í minningarkassann.
Með Elskbar nýburableyjunni færðu AIO (allt-í-einni) taubleyju sem hentar barninu þínu frá fæðingu til sex kg. Bleyjan hefur vatnshelda skel og tvö innlegg úr bambus og lífrænni bómull.
Helstu eiginleikar
Elskbar nýburableyjan er einstök taubleyja sem er hönnuð með tilliti til náttúrunnar og hágæða efna. Barnið þitt fær falleg unisex mynstur, mjúk náttúruleg efni á móti húðinni og skel sem passar vel á það og gefur því frelsi til hreyfinga.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Innra efni: 85% bambus, 15% polyester
Innlegg:
70% bambus , 30% lífrænn bómull
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.