Notkunarsvið Ardatec 2K plus er tveggja þátta raka/flexmembra, ætluð til að brúa kuldaskil og verjast raka á bæði veggi og gólf. T.d. undir flísar, á baðherbergi, svalir, sundlaugar, (sjá bls 2 á tæknilýsingarblaði) yfir sprungusvæði o.m.fl. Efnisþörf 4kg á ferm. m.v. 2umferðir sem skila 2,4mm þykku lagi. Umbúðir: 25kg poki með múrefni og 5L brúsi með íblöndunnarefni. Kostir Ardatec 2K myndar vat…
Notkunarsvið Ardatec 2K plus er tveggja þátta raka/flexmembra, ætluð til að brúa kuldaskil og verjast raka á bæði veggi og gólf. T.d. undir flísar, á baðherbergi, svalir, sundlaugar, (sjá bls 2 á tæknilýsingarblaði) yfir sprungusvæði o.m.fl. Efnisþörf 4kg á ferm. m.v. 2umferðir sem skila 2,4mm þykku lagi. Umbúðir: 25kg poki með múrefni og 5L brúsi með íblöndunnarefni. Kostir Ardatec 2K myndar vatnshelda og teygjanlega kápu allt að 4mm þykka, og getur lokað sprungum allt að 2mm. Þykktarsvið: Lágmarksþykkt er 1,2mm. Gegn undirþrýsting þarf að ná 2,4mm.Á sundlaugar: 3mm Forvinna Undirlagið þarf að vera hreint og laust við lausan múr, málningu, fitu, mótaolíu o.s.fr. Nýlega steyptir fletir þurfa að vera a.m. k. 3 mánaða gamlir. Sundlaugarveggir þurfa að vera allt að 6 mán. Steyptann flöt þarf að væta. Hann þarf vera heill og sléttur. Fjarlægið öll mótaför, nibbur o.s.fr. Ef viðgerða er þörf notið þá Deka viðgerðarmúr. Ásetning Baðherbergi: Efnið er borið á í 2 umferðum, ýmist með kúst eða glattara. Gæta skal að efnið myndi samfellda einsleita órofna kápu. Seinni umferð er borin á þegar sú fyrri hefur stirðnað nóg til að skaðast ekki af þeim verkfærum sem er beitt. Í kverkum, kringum rör og yfir viðkvæm svæði skal nota trefjarenninga sem skal þrýsta í efnið í fyrri umferð. Í kringum niðurföll, sem skulu vera með flangs, skal bera efnið upp á flangsinn og þrýsta trefjakraga í efnið í fyrri umferð. Í kringum rör og í kverkar skal kítta með bakteríufríu silikon kítti. Svalir: Yfirborð þarf að vera rakadrægt og vel hreinsað. Það þarf að væta flötinn fyrir lögn en það má ekki vera neitt yfirborðsvatn. Efnið er borið á í 2 umferðum og þarf að mynda samfellda einsleita órofna kápu. Eftir 1-3 daga er í lagi að flísaleggja yfir membruna. Við mælum eingöngu með flex flísalími. Blöndun Ardatec 2K er tveggja þátta efni sem þarf að blanda mjög vel saman. Skipta þarf pakkningunni mjög nákvæmlega ef allt efnið er ekki nýtt í einu. Blandið fyrst duftinu út í 3/4 af vökvanum og hrærið vel með hæggengri vél þar til efnið er kekkjalaust og mjúkt. Bætið þá restinni af vökvanum og hrærið vel.Vinnsla Öll gildi miðast við 20°C.Verkfæri: Kústur, tenntur glattari.Hitastig: +5 til +30°C.Opnunartími: 1,5 klst m.v. 20°C.Yfirlögn: Þegar efnið hefur stirðnað nógtil að verkfærin skemmi það ekk.iFullþurt: Má flísaleggja eftir 1-2 daga.Í sundlaug eftir ca 3 daga.