Product image

Banded Cory M

Pet
Skegggraninn (Scleromystax barbatus) er friðsamur og fallegur fiskur í samfélagsbúri. Hann er náskyldur Corydoras grönunum en ílengri og stærri og hængurinn fær litla brodda meðfram snoppunni. Hann er einstaklega fallegur og mjög eftirsóttur og mun fjörugri en Corydorasar. Honum lyndir vel við aðra rólega fiska og finnst reyndar voða gaman að vera í hópi. Hann duglegur við að þrífa upp og éta fóð…
Skegggraninn (Scleromystax barbatus) er friðsamur og fallegur fiskur í samfélagsbúri. Hann er náskyldur Corydoras grönunum en ílengri og stærri og hængurinn fær litla brodda meðfram snoppunni. Hann er einstaklega fallegur og mjög eftirsóttur og mun fjörugri en Corydorasar. Honum lyndir vel við aðra rólega fiska og finnst reyndar voða gaman að vera í hópi. Hann duglegur við að þrífa upp og éta fóðurleifar á búrbotninum. Honum þykir ormar og maðkar lostæti. Hann kemur af Rio Guapi, Rio Capivari og Rio Inbomirim vatnsvæðunum í Brasilíu og verður um 9,5 cm langur. Hængurinn er grennri og litmeiri og fær gyllta blesu með aldrinum sem hrygnan fær ekki. Sýrustig pH 5,5-7, hiti 20-24°C. Þolir illa háan hita vegna lágrar súrefnismettunar. Tegund: Bearded/Checkerboard/Banded/Filigree Cory MStærð: 2,5-3,5 cmAfgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni).

Shop here

  • Furðufuglar og fylgifiskar
    Furðufuglar og fylgifiskar 581 1191 Borgarholtsbraut 20, 200 Kópavogi

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.