Bio-Sheen Mink Oil Horse úðanæring eykur tafarlaust gljáa og nærir feld, fax og tagl. E vítamín í formúlunni gefur hári fallegan og skínandi gljáa. Bio-Sheen skerpir alla liti, gefur hvítum glitrandi gljáa og hesturinn lítur út fyrir að vera tilbúinn í keppni. Efnið hjálpar til við að ná flókum úr faxi og tagli, gefur gljáa og auðveldar umhirðu. Bio-Sheen nærir feld og húð, nauðsynlegt efni fyrir þurran, mattan feld.
Baðið hestinn fyrst. Skolið vel og látið hestinn þorna. Úðið svo Bio-Sheen létt og jafnt yfir allan feldinn, faxið og taglið en varist að efnið berist í augu og slímhúð. Burstið og kembið líkt og venjulega.
Bio-Sheen inniheldur náttúrulega minkaolíu, E vítamín og lanolín. Það inniheldur sérstaka sólarvörn til að vernda hárið gegn sólarskemmdum, upplitun og þurrki.
Geymist þar sem börn ná ekki til. Varan er eldfim, úðið ekki nálægt opnum eldi. Varist að efnið berist í augu og slímhúð.
Innihald:
Ísóprópýlalkóhól, lanólín, minkaolía, jarðolía, etýlhexýl díumetýl, PABA, hveitikímolía, bensófenón-3, ilmefni.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.