Product image

Bulky Júníana - Húfa

Kind Knitting

Ég elska að taka gömul klassísk munstur og breyta, bæta og útfæra á minn hátt. Í þessa línu valdi ég einmitt að gera það, en úrtakan var viss áskorun og þurfti margar tilraunir til að fullkomna hana.

Húfan er prjónuð í hring, á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón nr. 4 og 5.

Með uppskriftinni eru leiðbeiningar um kraga líka.

Stærðir: 1-3 ára , 2-4 ára, 5-7 ára og 8-12 ára…

Ég elska að taka gömul klassísk munstur og breyta, bæta og útfæra á minn hátt. Í þessa línu valdi ég einmitt að gera það, en úrtakan var viss áskorun og þurfti margar tilraunir til að fullkomna hana.

Húfan er prjónuð í hring, á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón nr. 4 og 5.

Með uppskriftinni eru leiðbeiningar um kraga líka.

Stærðir: 1-3 ára , 2-4 ára, 5-7 ára og 8-12 ára.
Prjónið er mjög teygjanlegt því getur stærsta húfan passar á fullorðinn ef bara hún er lengd aðeins.

Garn : Úlfur frá Kind garn húfa og kragi: 100, 100, 150, 150g
Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.

Prjónfesta: 17 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).
Sú einkun kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar munstri ð er sett niður og úrtakan prjónuð.

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.