Product image

Canon EOS R10 myndavél með RF-S 18-150mm linsu

Canon

    Canon EOS R10 er það fjölhæf myndavél að hún getur tæklað í raun hvað sem er. Frábær ferðafélagi. Fullkomin hybrid vél til að búa til efni. Hið fullkomna næsta skref í ljósmyndun.
    Hvort sem þú ert að uppfæra úr þinni fyrstu DSLR myndavél, snjallsíma eða smá-myndavél þá einfaldlega gefur EOS R10 þér meira. Meiri tækni, fleiri eiginleikar, meðfærilegri, meiri sköpun.
    · Dual Pixel CMOS AF …

    Canon EOS R10 er það fjölhæf myndavél að hún getur tæklað í raun hvað sem er. Frábær ferðafélagi. Fullkomin hybrid vél til að búa til efni. Hið fullkomna næsta skref í ljósmyndun.
    Hvort sem þú ert að uppfæra úr þinni fyrstu DSLR myndavél, snjallsíma eða smá-myndavél þá einfaldlega gefur EOS R10 þér meira. Meiri tækni, fleiri eiginleikar, meðfærilegri, meiri sköpun.
    · Dual Pixel CMOS AF II fókustækni sem greinir og eltir fólk, dýr og farartæki, bæði í ljósmyndun og vídeó.
    · Tekur 15 ramma á sek. með mekanískum lokara og þú færð ótrúlegan hraða og hágæða ljósmyndir.
    · Tekur 23 ramma á sek. með rafænum lokara til að fá enn meiri hraða og hljóðlausa myndatöku.
    · 4K/30p hágæða vídeó sem er oversampled úr 6K.
    · 4K/60p til að fá meiri mýkt en þá er tökustillingin kroppuð niður í 64% af lárétta svæðinu.
    · -4EV tryggir nákvæman fókus við léleg birtuskilyrði.
    · Ljósmyndir í allt að ISO 32,000 og vídeó í allt að 12,800. Hægt að auka í ISO 51,200 í ljósmyndun og ISO 25,800 í vídeó.
    · 2.36 milljón punkta sjóngluggi, EVF.
    · DIGIC X örgjörvi frá Canon tryggir hraða virkni og lágmarks seinkun í sjónglugganum.
    · image.canon til að hlaða efni beint með Wi-Fi í skýjaþjónustu.
    · 7.5 cm 1.04 milljón punkta hreyfanlegur snertiskjár.
    · YouTube live streaming og þú getur verið með beina útsendingu á YouTube rásinni þinni.
    Canon RF-S 18-150mm 3.5-6.3 linsa fylgir einnig með.
    Gleið aðdráttarlinsa og fullkomin fyrir APS-C R myndavélar. Með afar hljóðlátum STM fókus sem er mjög hraðvirkur þannig að um er að ræða frábæra alhliða linsu fyrir landslags-, náttúrulífs- og íþróttaljósmyndun sem og til að taka myndir af viðfangsefni sem er mjög nálægt þér þar sem hún getur fókusað í allt að 12 cm. Nett og létt linsa með 4.5 stoppa optískri hristivörn, Image Stabilizer, sem eykur fjölhæfni hennar enn frekar, líka við léleg birtuskilyrði.
    Uppfærðu úr DSLR myndavélinni þinni á einfaldan hátt þar sem Canon breytistykki, Mount Adapter EF-EOS R, tryggir að þú getur notað núverandi EF og EF-S linsur og fengið sömu gæði, afköst og virkni með EOS R10. Breytistykkið fylgir ekki með.

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.