Laumaðu þér í ævintýri með stokkabyggingarleiknum Clank! Smokraðu þér inn í fylgsni drekans til að stela gersemum hans. Farðu lengra inn til að finna enn stórkostlegri dýrgripi. Safnaðu spilum í stokkinn þinn og gerðu þig að enn betri þjófi. Eitt skref á röngum stað og CLANK! Hvert einasta hljóð vekur athygli drekans, og reiði hans eykst með hverjum dýrgrip sem þú stelur. Það er til lítils að saf…
Laumaðu þér í ævintýri með stokkabyggingarleiknum Clank! Smokraðu þér inn í fylgsni drekans til að stela gersemum hans. Farðu lengra inn til að finna enn stórkostlegri dýrgripi. Safnaðu spilum í stokkinn þinn og gerðu þig að enn betri þjófi. Eitt skref á röngum stað og CLANK! Hvert einasta hljóð vekur athygli drekans, og reiði hans eykst með hverjum dýrgrip sem þú stelur. Það er til lítils að safna þessum auðæfum ef þú kemst ekki lifandi út! Verðlaun og viðurkenningar 2016 Golden Geek Most Innovative Board Game - Tilnefning 2016 Golden Geek Board Game of the Year - Tilnefning 2016 Golden Geek Best Thematic Board Game - Tilnefning 2016 Golden Geek Best Family Board Game - Tilnefning 2016 Golden Geek Best Card Game - Tilnefning