Davíð Stefánsson (1895–1964) sló ungur í gegn með bókinni Svartar fjaðrir . Í ljóðum hans var alveg nýr tónn, og þar voru óhamdar tilfinningar bæði karla og kvenna tjáðar af hispursleysi og bragsnilld. Alla ævi var hann ímynd þjóðskáldsins í augum landa sinna, dáður af ljóðelskum almenningi á öllum aldri.
Ljóð Davíðs hafa komið út í heildarsöfnum og einnig hefur úrval þeirra verið gef…
Davíð Stefánsson (1895–1964) sló ungur í gegn með bókinni Svartar fjaðrir . Í ljóðum hans var alveg nýr tónn, og þar voru óhamdar tilfinningar bæði karla og kvenna tjáðar af hispursleysi og bragsnilld. Alla ævi var hann ímynd þjóðskáldsins í augum landa sinna, dáður af ljóðelskum almenningi á öllum aldri.
Ljóð Davíðs hafa komið út í heildarsöfnum og einnig hefur úrval þeirra verið gefið út nokkrum sinnum. Þetta er nýtt úrval, lagað að smekk nýrra tíma, því enn í dag höfða ástríðufull og léttleikandi ljóð hans til íslenskra lesenda.
Silja Aðalsteinsdóttir sá um útgáfuna og ritaði formála.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.