Dice Realms er nýr skemmtilegur snúningur á gangverkinu teningasmíði frá sama hönnuði og samdi Race for the Galaxy . Í Dice Realms ræður hver leikmaður ríkjum í litlu ríki, sem er táknað með tveimur breytanlegum teningum. Hægt er að skipta um hliðar á teningunum, sem gefur færi á að yrkja landið, grafa námur, uppfæra, og fleira. Í hverri umferð kasta leikmenn teningunum sínum samtímis til að fá k…
Dice Realms er nýr skemmtilegur snúningur á gangverkinu teningasmíði frá sama hönnuði og samdi Race for the Galaxy . Í Dice Realms ræður hver leikmaður ríkjum í litlu ríki, sem er táknað með tveimur breytanlegum teningum. Hægt er að skipta um hliðar á teningunum, sem gefur færi á að yrkja landið, grafa námur, uppfæra, og fleira. Í hverri umferð kasta leikmenn teningunum sínum samtímis til að fá korn, stig, og peninga. Svo þarf að ákveða hvernig teningarnir skulu uppfærðir til að bæta ríkin. En allir þurfa að gæta sín, því í hverri umferð er örlagateningnum kastað, og eins og allir vita geta örlögin leikið menn grátt. Framtíð ríkisins er í þínum höndum. Mun það blómstra eða bara lifa af? Inniheldur: 18 breytanlega teninga með meira en 650 hliðum til að skipta á. Síbreytilegt spil með meira en 320.000 möguleikum í uppsetningu. 3 sérhannaðir teningabakkar gera spilið auðvelt í uppsetningu og frágangi. Auðlærðar reglur, og spil sem rúllar vel því allir gera á sama tíma. https://youtu.be/I_-M2AYodjo