Product image

DJI Mic 3 Transmitter

DJI
Lítill, léttur og fjölhæfur

DJI Mic 3 sendirinn er fyrirferðralítill, léttur og lítið áberandi. Hægt er að festa hann hvort tveggja með segulfestingu og klemmufestingu. Hægt er að losa og snúa klemmunni til að stilla halla hljóðnemans á sveigjanlegan hátt, hvort sem hann er festur til hliðar eða á hvolfi. Þannig geturðu tryggt bestu mögulegu hljóðupptöku í öllum aðstæðum.

Allt sem þú þarft, ti…
Lítill, léttur og fjölhæfur

DJI Mic 3 sendirinn er fyrirferðralítill, léttur og lítið áberandi. Hægt er að festa hann hvort tveggja með segulfestingu og klemmufestingu. Hægt er að losa og snúa klemmunni til að stilla halla hljóðnemans á sveigjanlegan hátt, hvort sem hann er festur til hliðar eða á hvolfi. Þannig geturðu tryggt bestu mögulegu hljóðupptöku í öllum aðstæðum.

Allt sem þú þarft, til í tuskið

Hleðsluboxið rúmar tvo senda og einn móttakara. Hver sendir passar í hylkið með vindhlífinni á og annaðhvort segli eða segulklemmu – engin þörf á að fjarlægja þau. Þegar sendarnir eru geymdir með klemmurnar fastar á er einnig pláss í lokinu fyrir seglana og læsanlegu hljóðsnúruna , svo allt helst skipulagt og er alltaf tilbúið til notkunar.

Framúrskarandi hljóð, snjallari upplifun Sjálfvirk mögnunarstýring kemur jafnvægi á hljóðstyrk AutomaticDynamicSjálfvirka stillingin kemur í veg fyrir hljóðklippingu og er tilvalin fyrir umhverfi utandyra með miklum sveiflum í hljóðstyrk, eins og t.d. íþróttaviðburði.Kvik stilling aðlagar mögnun sjálfkrafa í samræmi við breytingar á hljóðstyrk og tryggir jafnan hljóðstyrk – tilvalið fyrir hljóðlátar aðstæður innandyra eins og í hljóðverum.Þrjú snið fyrir raddblæ til að passa við þinn stíl RegularRichBrightVenjuleg stilling er sjálfgefin og býður upp á hreint, náttúrulegt og jafnt hljóð.Fyllt stilling sem leggur aukna áherslu á lágu tónana fyrir fyllri og kraftmeiri hljóm.Skýr stilling leggur áherslu á háu tónana og gefur röddinni þinni aukinn skýrleika og glans.Tveggja stiga hljóðútilokun BasicStrongGrunnstigið er tilvalið fyrir hljóðlátar aðstæður innandyra og dregur úr viftu-, loftræsti- og bergmálshljóðum en varðveitir skýrleika raddarinnar.Sterka stigið skilar framúrskarandi árangri í hávaðasömu umhverfi og dregur verulega úr umhverfishljóðum fyrir skýrari raddir.

Vindhlíf sem festa má á sendinn dregur á áhrifaríkan hátt úr vindhljóðum og öðrum óæskilegum hávaða og skilar skýru hljóði, jafnvel í vindi eða hávaðasömu umhverfi. Tilvalið fyrir beinar útsendingar, vlogg og fleira.

Áreynslulaus stýringStillingar á móttakaraStjórnun og fastbúnaðaruppfærslur í appiMóttakarinn er með 1,1" AMOLED snertiskjá og skífu sem gefur þér aðgang að rafhlöðustöðu og ýmsum stillingum.Notaðu DJI Mimo appið til að fínstilla eiginleika DJI Mic 3 og uppfæra fastbúnaðinn beint úr símanum þínum.Öflug afköst, óteljandi möguleikar 4 sendar + 8 móttakarar – ekkert mál!

Móttakari DJI Mic 3 getur tengst allt að fjórum sendum í einu, sem gerir þér kleift að taka upp fjórar hljóðrásir samtímis. Aðalmóttakarinn getur einnig samstillt hljóð við allt að sjö aðra móttakara. Hvort sem um er að ræða hópviðtal eða framleiðslu með mörgum myndavélum færðu kristaltært hljóð frá öllum viðföngum, sem gerir eftirvinnslu að leik einum.

Sveigjanlegar og fjölhæfar rásastillingar

Móttakarinn gerir þér kleift að velja á milli mónó- og stereóstillinga (tveggja rása). Sendu hljóð frá hverjum sendi stakt eða sameinaðu það á eitt hljóðspor, hvað sem hentar best við hverjar aðstæður.

Fjögurra rása úttak , áreynslulaus klipping

Þegar stillt er á Quadrophonic-stillingu styður DJI Mic 3 móttakarinn (ásamt völdum Sony myndavélum eða tölvuhugbúnaði) sjálfstætt úttak fjögurra hljóðrása. Þetta gerir þér kleift að aðskilja rásir og öðklast aukinn sveigjanleika við hljóðblöndun og veitir aukið skapandi frelsi við eftirvinnslu.

Tvö tíðnisvið, traust og áreiðanleg sending

DJI Mic 3 skiptir skjálfkrafa á milli 2,4 GHz og 5 GHz tíðnisviða , með allt að 400 metra sendingardrægni . Öflugir truflanavarnareiginleikar tryggja stöðuga hljóðsendingu, jafnvel í flóknu þráðlausu umhverfi eins og á vörusýningum.

Lossless sending, óspillt hljóð

Þegar Lossless Audio-stillingin er virkjuð skilar sendirinn óþjöppuðu 48kHz 24-bita hljóði beint til móttakarans. Það tryggir að hver upptaka innihaldi ótrúleg, hágæða smáatriði.

Innri upptaka

Hafðu aldrei áhyggjur af týndu hljóði! Innri upptaka verndar efnið þitt fyrir þráðlausum truflunum eða bilunum í öðrum tækjum. Með tvöfaldri innri upptöku vistar DJI Mic 3 bæði upprunalegu rásina og algrímsbætta útgáfu samtímis , sem straumlínulagar vinnuflæðið þitt og heldur sköpunarferlinu hnökralausu.

Innri 32-bita hlaupakommuupptaka

DJI Mic 3 styður innri 32-bita hlaupakommuupptöku og býður þannig upp á breitt hljóðsvið sem skilar ekki aðeins hágæða upptöku heldur aðlagast einnig betur flóknu hljóðumhverfi. Hann skarar fram úr í að fanga öll blæbrigði raddar, frá lágu hvísli til mikils hljóðstyrks, og veitir þannig meiri áreiðanleika í óstöðugu hávaðaumhverfi og meiri sveigjanleika við efti

Shop here

  • DJI Store Reykjavík Drónaverslun 519 4747 Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.