Product image

DJI Mini 4 Pro Fly More Combo (RC 2)

More
Hugsaðu stórt með Mini DJI Mini 4 Pro er háþróaðasti smádróni DJI til þessa. Dróninn sameinar öfluga myndatökueiginleika, hindranaskynjun í allar áttir, ActiveTrack 360° með nýrri Trace stillingu og 10 km FHD myndbandssendingu í einn dróna og gerir þér þannig kleift að gera enn fleira en áður, hvort sem þú ert fagmanneskja eða byrjandi. Taktu því rólega Taktu á loft hvenær sem innblásturinn…
Hugsaðu stórt með Mini DJI Mini 4 Pro er háþróaðasti smádróni DJI til þessa. Dróninn sameinar öfluga myndatökueiginleika, hindranaskynjun í allar áttir, ActiveTrack 360° með nýrri Trace stillingu og 10 km FHD myndbandssendingu í einn dróna og gerir þér þannig kleift að gera enn fleira en áður, hvort sem þú ert fagmanneskja eða byrjandi. Taktu því rólega Taktu á loft hvenær sem innblásturinn kemur. Mini 4 Pro vegur minna en 249 g og er hannaður til að vera þægilegur í notkun á ferðinni. Vegna þyngdar sinnar þarf ekki að undirgangast þjálfun eða skráningu til að nota drónann í flestum löndum og landsvæðum. Myndataka í næsta þyngdarflokki Fangaðu meiri smáatriði á auðveldan hátt með myndavél  Mini 4 Pro, með 1/1,3" CMOS myndflögu með f/1,7 ljósopi og, 2,4 μm 4-í-1 pixlum. Meiri smáatriði í ljósum og dökkum hlutum myndarinnar gera að verkum að hver rammi inniheldur meiri smáatriði án fórna. Hámarkshughrif Gefðu skotunum þínum smáatriðin sem þau eiga skilið með 4K/60fps HDR og 4K/100fps myndbandsupptöku. 10-bita D-Log M og HLG gera þér kleift að festa ótrúlega litadýrð á filmu og veita þér meiri sveigjanleika þegar kemur að því að klippa og deila myndböndunum þínum. 4K/60fps HDR Varðveittu náttúruleg hughrif hvers augnabliks. 4K/60fps HDR gerir þér kleift að deila smáatriðunum í sólsetri eða sólarupprás á líflegan hátt. 4K/100fps háhraðaupptaka Fangaðu athygli áhorfenda í hverjum ramma. Með háhraðaupptöku í 4K skerpu getur þú sýnt hreyfingar hægt á áhrifamikinn hátt. Lýstu upp nóttina Bætt truflanaminnkunarreiknirit í Night Shots myndbandsupptökueiginleika Mini 4 Pro dregur úr truflunum og skilar sér í skýrari og hreinni myndböndum. 1,07 milljarðar lita Taktu upp í 10-bita D-Log M og fangaðu yfir einn milljarð lita á filmu. Náttúruleg stigbreyting lita og mikil smáatriði gera þér kleift að hafa mikla stjórn á útliti myndbandanna þinna í eftirvinnslu og klippingu, á fagstigi. Virkar hvar sem er Hvar sem þú gefur efnið þitt út gengur HLG úr skugga um að náttúrulegir litir og birtustig haldist náttúruleg án breytinga eða færslu á milli sniða. RAW myndataka Oft eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu máli. Varðveittu hvert smáatriði með 48 MP RAW og næstu kynslóðar SmartPhoto möguleikum, sem sameina HDR myndatöku, senugreiningu og fleira sem skilar sér í myndum sem standa upp úr. Fleiri leiðir til að sjá allt Lóðrétt upptaka Gerir lóðrétta upptöku mögulega, sérstaklega hannaða fyrir samfélagsmiðla og afspilun á snjallsímum. Miklir hallamöguleikar Náðu fram ofurmjúkum myndavélarhreyfingum með allt að 60° halla. Stafrænt þys Taktu myndir með allt að 2x þysi og myndbönd með 4x þysi. Þægileigir eiginleikar, bætt flug Skynjaðu fleira, fljúgðu örugglega Hindranaskynjun í allar áttir gerir Mini 4 Pro að afar öruggum dróna. Með fjórum víðlinsuskynjurum og tveimur skynjurum niður á við getur Mavic 4 Pro skynjað hindranir úr öllum áttum. Advanced Pilot Assistance Systems (APAS) bætir öryggi einnig með því að gera sjálfvirka hemlun og forðun mögulega á meðan á flugi stendur. Fljúgðu lengur, skapaðu meira Skildu rafhlöðuáhyggjurnar eftir heima og einbeittu þér að sköpuninni með Mini 4 Pro Intelligent Flight Battery með allt að 34 mínútna flugtíma. 10 km myndbandssending Mini 4 Pro inniheldur O4 myndbandssendingarkerfi DJI. Njóttu viðbragðsfljótrar stýringar og 1080p/60fps FHD beinu myndbandsstreymi úr allt að 10 km fjarlægð. Fullbúnir eiginleikar Waypoint Flight Bættu skilvirkni í upptöku með sjálfvirkum flugleiðareiginleika Waypoint Flight, sem gerir þér kleift að endurtaka flugleiðir nákvæmlega. Cruise Control Cruise Control minnkar þreytu í löngu, stöðugu flugi og dregur úr hristingi með því að gera hreyfingar mýkri. Advanced RTH Mini 4 Pro getur sjálfkrafa útbúið örugga flugleið aftur að heimapunktinum sínum og vikið sér undan hindrunum. Þar að auki gerir AR RTH flugleiðareiginleikinn þér kleift að stýra drónanum öruggar. Sannkallað meistaraverk Kvikmyndatökueiginleikar Mini 4 Pro býður upp á þrjár einfaldar leiðir til að ná skotunum sem þú vilt: Spotlight, Point of Interest og hið byltingarkennda nýja ActiveTrack 360° með bættum eftirfylgnimöguleikum. Dragðu leiðina á teiknihjólsviðmótinu til að taka upp hnökralaus skot. Með hindranaskynjun í allar áttir verður ekkert mál að víkja drónanum undan hindrunum og ná fram mýkri og stöðugri eftirfylgni. Smár en knár MasterShots Býður upp á sniðmát fyrir myndavélarhreyfingar, sérsniðin að portrett-, nærmyndum og víðmyndum, svo þú getir neglt hvert einasta skot. QuickShots Býður upp á Dronie, Circle, Helix, Rocket, Boomerang og Asteroid stillingar fyrir glæsilegar niðurstöður. Hyperlapse Býður upp á Free, Waypoint, Circle og Course Lock stillingar með ótakmörkuðum upptökutíma og styður samsetningu á meðan á upptöku stendur. Panorama Styður töku 180°, víðmyndar-, lóðréttra og kúlu-yfirlitsmynda til að fanga á filmu ótrúlegt landslag. QuickTransfer Flyttu myndir og myndbönd í snjallsímann þinn fljótlega og þægile

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.