Samþætt hönnun Samþætt- og einingahönnun í einni myndavél DJI Ronin 4D hefur einstaka hönnun. Búið til úr koltrefjum og álmagnesíumi og er sterkbyggt með innbyggðum myndatöku-, hristivarnar- og fókuskerfum, auk þráðlausrar sendingar og stýringar. Hönnunin fjarlægir þörfina á tímafrekri uppsetningu og gerir fljótlegri myndatöku mögulega. Hannað fyrir fagfólk Vinnsluafl Með Ronin 4D fylgi…
Samþætt hönnun Samþætt- og einingahönnun í einni myndavél DJI Ronin 4D hefur einstaka hönnun. Búið til úr koltrefjum og álmagnesíumi og er sterkbyggt með innbyggðum myndatöku-, hristivarnar- og fókuskerfum, auk þráðlausrar sendingar og stýringar. Hönnunin fjarlægir þörfina á tímafrekri uppsetningu og gerir fljótlegri myndatöku mögulega. Hannað fyrir fagfólk Vinnsluafl Með Ronin 4D fylgir Zenmuse X9, flaggskip DJI í „full-frame“ myndavélum. Auk þess ininheldur það nýjasta myndavinnslukerfi DJI, CineCore 3.0. Kerfið notar sérhannaða örflögu frá DJI með háþróaðri örgjörvahögun sem hefur ótrúlega reiknigetu. CineCore 3.0 gerir Ronin 4D kleift að styðja innri myndbandsupptöku á Apple ProRes RAW, ProRes 422 HQ og H.264 sniðunum. Einnig styður það myndbandsupptöku í allt að 8K/75p og 4K/120p. Full-frame myndflaga X9-8K X9-6K Max Recording Specs 8K/75fps 6K/60fps4K/120fps Dynamic Range 14+ Stops 14+ Stops Native ISO 800/4000 800/5000 Upplausn DCI 8K (8192×4320)/60fps myndbönd sýna öll smáatriði, allt niður í áferð húðar og einstakra hára, í ótrúlegum gæðum. Fyrir þau sem vinna í 4K veitir 8K upptaka áður óþekkta möguleika í crop, samsetningu og stabílíseringu myndbanda í eftirvinnslu. Hátt ISO Zenmuse X9 styður tvöfalt „native“ ISO (X9-8K: 800/4000; X9-6K: 800/5000), sem tekur myndir í miklum smáatriðum og með litlum truflunum, jafnvel í kvöldskotum af borgum eða ströndum, eða í senum sem lýstar eru með daufu kertaljósi. Dynamic Range Með 14+ stoppum veitir Zenmuse X9 náttúrulegar umbreytingar ljósra og dökkra flata í flóknum lýsingarumhverfum, svo sem með baklýsingu eða beinu sólarljósi. Litafræði Með DJI Cinema Color System (DCCS) og reiknigetu CineCore 3.0 getur Zenmuse X9 gefið myndum bíómyndarlegt útlit með því að viðhalda raunverulegum og nákvæmum litum. Auk þess styður það iðnaðarstaðalinn ACES og virkar þannig með litatónum annarra bíómyndavéla. Innbyggðar 9-stoppa ND síur X9 er með 9-stoppa innbyggðar hágæða ND síur (ND 2 til ND 512, eða ND 0.3 til ND 2.7) sem er fljótlega og auðveldlega hægt að skipta út með vélrænu kerfi. Þessar síur voru einnig hannaðar til að passa við litafræði Ronin 4D. DL linsur Stöðluð DL festing X9 styður þrjár fyrirferðarlitlar full-frame prime linsur. Hýsingarnar eru gerðar úr léttum, skellaga koltrefjum, svo hver linsa vegur aðeins um 180 g. Fleiri DJI linsur verða fáanlegar í framtíðinni. Víxlanlegar festingar X9 styður víxlanlegar linsufestingar; DL-festingu DJI auk festinga fyrir þriðju aðila á borð við Leica M. Ofurvíðar-, f/0.95 stórljósops-, rafræns þys-, macro-, og anamorphic- linsur sem virka með hefðbundnum bíómyndavélum virka einnig með X9. Þráðlaus stýring Hvort sem þú notar linsur með handvirkum eða sjálfvirkum fókus geta einingar sem festar eru á X9 veitt þráðlausa stýringu á linsum og jafnvel sjálfvirkan fókus. Linsur Linsur sem mælt er með 4-ása hristivörn: Stöðugt á alla vegu 4-ása hristivörn DJI Ronin 4D bætir Z-ás við hið hefðbundna 3-ása rambald, sem dregur úr lóðréttum hristingi og veitir stöðugleika á borð við það sem fengist með því að nota dolly. Ásarnir fjórir vinna saman með ToF skynjara sem snýr niður, tvöföldum sjónrænum nemum sem snúa fram og niður, innbyggðu IMU og loftvog, auk háþróaðs reiknirits, til að auka stöðugleika til muna.Með þessum öflugu stöðugleikaeiginleikum er auðvelt að framkvæma flóknar myndavélarhreyfingar sem annars hefðu verið mjög dýrar í framkvæmd. Innbyggð rambaldsmyndavél Ronin 4D samþættir myndunar- og hristivarnarkerfin og skilur aðeins myndflöguna og nauðsynlega ljóshluta í rambaldsmyndavélinni. Tilt-ás rambaldsins notar tvöfalda samhverfa mótora, á meðan bæði pan- og roll-ásarnir hafa aukalegan stífleikapúða.Handhægt og meðfærilegt rambaldskerfið gerir þér kleift að byrja að skjóta án þess að þurfa að stilla jafnvægið handvirkt. Þannig fást stöðug myndskeið, jafnvel með linsum hverra þyngdarpunktur hreyfist í notkun.Ronin 4D veitir bestu hristivarnar- og eltieiginleika Ronin-seríunnar, í ótrúlega léttum pakka. Einnig er hægt að skipta yfir á Sport-stillingu með einum takka, sem gerir rambaldinu kleift að bregðast snögglega við hreyfingum myndatökumanneskjunnar.Styður einnig þráðlausa rambaldsstýringu og fjölbreytta festingarmöguleika fyrir ólíkar aðstæður. ActiveTrack Pro Tölvusýnarkerfi DJI, djúpnámstækni og reiknigeta CineCore 3.0 sameinast í ActiveTrack Pro, sem gerir þér kleift að taka eltiskot á við bíómyndir, jafnvel í bara einni töku. Þessi tækni gerir einnig kleift að fylgja viðfangsefni úr meiri fjarlægð og heldur viðfangsefnum í fókus allan tímann með stöðugum sjálfvirkum fókus. LiDAR fókuskerfi: Óskoruð nákvæmni LiDAR DJI Ronin 4D gerir handvirkan fókus auðveldari en nokkru sinni fyrr. Sjónræn fókusaðstoð sýnir punkta á aðal- og fjarskjám í einfaldaðri mynd að ofan. Þannig er fljótlega hægt að finna fókuspunkta og gerir ofurnákvæmar fókusbreytingar mögulegar, meira að segja fyrir óvant fólk. LiDAR sviðsmæling LiDAR Range Finder getur kastað allt að 43.200 sviðspunktu