Stútfullt af getu   Öflugur farmur Með öxularma úr koltrefjum getur DJI RS 4 Pro tekið allt að 4,5 kg farm og rúmar auðveldlega meginstraums-spegillausar myndavélra eða kvikmyndavélar með ýmiss konar linsum. 2. kynslóðar hrein lóðrétt upptaka DJI RS 4 Pro kemur með nýhannaða lárétta plötu sem gerir aðra kynslóð hreinnar lóðréttrar upptöku mögulega, hraðari og auðveldari í notkun en nokkru sinni f…
                
                
                  Stútfullt af getu   Öflugur farmur Með öxularma úr koltrefjum getur DJI RS 4 Pro tekið allt að 4,5 kg farm og rúmar auðveldlega meginstraums-spegillausar myndavélra eða kvikmyndavélar með ýmiss konar linsum. 2. kynslóðar hrein lóðrétt upptaka DJI RS 4 Pro kemur með nýhannaða lárétta plötu sem gerir aðra kynslóð hreinnar lóðréttrar upptöku mögulega, hraðari og auðveldari í notkun en nokkru sinni fyrr. Án allra aukahluta er hægt að losa láréttu plötuna og festa hana í lóðrétta stillingu og þannig tekið upp lóðrétt.     Mjúk jafnvægisstilling Veltuöxullinn hefur nú tvær legur sem auðvelda stillingu.DJI RS 4 Pro er með Teflon™-húð á öllum þremur öxlum sem kemur í veg fyrir núning og auðveldar jafnvægi, jafnvel þegar þungar myndavélar eru festar á.Þegar skipt er um myndavél eða linsur er getur fínstillingarskífan á hallaöxulnum fært myndavélina fram eða aftur og náð fram nákvæmri jafnvægisstillingu, upp á millimetra.Efri plata hefur stillanlegt staðsetningarviðmið sem tryggir að myndavélin sé fest tryggilega. Sjálfvirkur skjálás OLED snertiskjárinn kemur með nýjum sjálfvirkum læsingareiginleika. Þegar skjárinn er læstur sýnir hann núverandi stillingu rambalds og stýripinna, með lágu birtustigi. Þetta kemur ekki einungis í veg fyrir að óviljandi snertingar eigi við stillingar heldur sparar einnig hleðsluna. 2. kynslóðar sjálfvirk læsing Sjálfvirk læsing á öxlum auðveldar þér að byrja að taka upp eða geyma DJI RS 4 Pro á fljótan hátt. Læsingin bætir þannig upptöku, tilfærslu og geymslu. Einnig eru smærri bil á milli lásanna þegar þeir eru læstir og dregur það enn fremur úr hristingi. Framúrskarandi stöðugleiki  DJI RS 4 Pro hefur 20% meira snúningstak    yfir öxlana þrjá, sem tryggir að rambaldið bregðist vel við og sé nákvæmt þegar það fylgir eftir hreyfingum, jafnvel með þunga myndavél eða marga aukahluti. Mótorarnir eru nógu öflugir til að veita stöðugleika við hinar ýmsu aðstæður. Bílfestingarstilling Ný bílfestingarstilling lætur rambaldið virka sem best með titringi bílsins og vindmótstöðu og skilar það sér í enn mýkra myndefni í hristingi. 4. kynslóðar RS-hristivarnarreiknirit DJI hefur bestað næstu kynslóðar RS-hristivarnarreikniritið fyrir mismunandi aðstæður. Það nær fram framúrskarandi jafnvægi milli styrk hristivarnar og tilfinningu fyrir myndavélarhreyfingum og skilar sér bæði í framúrskarandi hristivörn og betri notandaupplifun. Þar að auki býður RS 4 Pro upp á stórbættan stöðugleika í lóðréttri upptöku sem hentar vel í kvik skot svo sem hlaup eða lágt sjónarhorn. Meistari fjölhæfisins   DJI Focus Pro LiDAR sjálfvirkur fókus Hægt er að nota RS 4 Pro með Focus Pro LiDAR    og Focus Pro Motor    og gerir það þannig einstaklingum kleift að ná fram nákvæmara sjálfvirkum fókus úr fjarlægð með LiDAR, og fá þannig nákvæma stjórn við kvikar aðstæður.    Punktar  Hámarksfókusfjarlægð      Sjónsvið  LiDAR endurnýjunartíðni     76.800    20 m    70°    30 Hz     77% aukning     skerpir á getunni til að nema mannleg viðfangsefni og dregur úr fókusveiði.  Fókusfjarlægðin fyrir mannlegt viðfangsefni er um það bil þrefalt lengri en í síðustu kynslóð.      Hjálpar til við efni á brúnunum og nærmyndir, veitir meira pláss fyrir innrömmun.  Hraðari upplýsingasöfnun gerir þér kleift að fókusera á viðfangsefni á hreyfingu.         Næsta kynslóð ActiveTrack Pro Þökk sé Focus Pro LiDAR    og gervigreindarreikniritum gerir næsta kynslóð ActiveTrack Pro RS 4 Pro kleift að fylgja viðfangsefninu staðfastlega eftir. Jafnvel þó svo að viðfangsefnið sjáist ekki í stuttan tíma getur það fljótlega fundið það aftur og haldið fókus. ActiveTrack Pro stendur sig einnig afbragðsvel í að fylgja eftir fleiri en einu viðfangsefni eða viðfangsefni úr fjarlægð. Tveir fókus- og þysmótorar   DJI Focus Pro Motor DJI RS 4 Pro kemur með nýjum stýripinnastillingarrofa sem gerir tökufólki kleift að stýra annað hvort rambaldshreyfingu eða þysi með stýripinna. Á zoom-stillingu með Focus Pro Motor    er hægt að stýra Power Zoom (fyrir PZ linsur), Clear Image Zoom    og þysi utanaðkomandi fókusmótors.    Mótorhraði      Universal Rod  Lág töf         30% meiri    15 mm    10 ms     Betri svörun fókus-, þys- og ljósopsstillinga.  Fjölhæfara.  Hröð svörun tryggir hnökralausa stýringu.     Skilvirk linsustýring Með tveimur Focus Pro Motors    gerir DJI RS 4 Pro kvikmyndatökufólki kleift að stýra fókusnum á nákvæman hátt með því að snúa skífu og stýra þysi með stýripinna. Fjarstýring fyrir fagmannlega samvinnu   DJI Focus Pro Hand Unit DJI Focus Pro býður upp á nýstárlega LiDAR fókustækni og býður einnig upp á hárnákvæmt handvirkt stýritæki með seguldempun: Focus Pro Hand Unit.       Stýrirásir  Samskiptadrægni  Rafræn merking  Bluetooth-virkni     FIZ    160 m    A-B punktar    Hefja/stöðva upptöku     Styður FIZ stýringu á fókus, ljósopi og þysi.  Styður bílskot, tökur úr fjarlægð o.s.frv.  Veitir snertisvörun fyrir endapunkta, greiðir fyrir nákvæmari fókus á fyrirframákveðna leið eða tvö viðfangsefni sem hreyfast ekki.  Gerir mögulega fjarstýringu á að