Einarsson Svart 8Plus Fluguhjól
Einarsson 8Plus er hannað fyrir veiðimenn sem þurfa á öflugu og slitsterku hjóli að halda – hjól sem tekur við og heldur jöfnu álagi þegar köstin lengjast og fiskurinn berst kröftuglega á móti. Það er sérlega vel fallið að tvíhendum í línuþyngd #7–9 og jafnvel öflugum einhendum í línuþyngd #9–10.Hjólið er rennt úr hágæða áli og er með svartri Type III húðun, sem…
Einarsson Svart 8Plus Fluguhjól
Einarsson 8Plus er hannað fyrir veiðimenn sem þurfa á öflugu og slitsterku hjóli að halda – hjól sem tekur við og heldur jöfnu álagi þegar köstin lengjast og fiskurinn berst kröftuglega á móti. Það er sérlega vel fallið að tvíhendum í línuþyngd #7–9 og jafnvel öflugum einhendum í línuþyngd #9–10.Hjólið er rennt úr hágæða áli og er með svartri Type III húðun, sem tryggir hágæða vernd gegn sliti, höggum, ryðmyndun og saltvatni. Dökk áferðin gefur því sterkan svip – þetta er hjólið sem lítur eins vel út og það vinnur. Bremsukerfið er innsiglað og byggt á blöndu af kolefnis- og málmdiskum, sem skila jafnri mótstöðu með hámarks nákvæmni. Nýr stærri bremsuhnappur gerir stillinguna einfaldari og öruggari, jafnvel þegar kuldinn bítur í fingur.Lokuð grind veitir bæði styrk og vörn gegn því að lína sleppi út fyrir spólu – sérstaklega mikilvægt við notkun á grönnum taumum eða mono-rennilínum. Hjólið rúmar ríflega og tekur vel á móti skothausum og mikilli undirlínu.
Helstu eiginleikar:
• Hentar í krefjandi laxveiði með tvíhendum• Lokuð grind – kemur í veg fyrir línuflækjur og tap• Slétt og örugg kolefnisbremsa – viðhaldsfrí og nákvæm• Stærri bremsuhnappur – betra grip og einfaldari stjórnun• Type III anodisering – slitsterk og saltvatnsþolin• Tvítryggð og fljótleg spóluskipting• Litur: Svart
Tæknilýsing:
• Stærð:
#8–9 (DH), #9–10 (SH)•
Þvermál:
105 mm•
Spólubreidd:
32 mm•
Þyngd:
220 g•
Rýmd:
WF9 + 150 m af 30 lb Dacron•
Efni:
6061 T651 ál með Type III anodiseringu