Kúnstugt væri … að safna saman í eitt handrit ýmsum þeim yrkingum sem hrotið hafa úr penna manns fyrr og síðar … það væri andskotalaust af minni hálfu eftir að ég er dauður … Flest eru þetta hálfkæringsvísur, paródíur og útúrsnúningar, en sumt líka háalvarlegt. Elías Mar (1924-2007)
Í bók þessari birtist í fyrsta skipti fjölmargt sem hraut úr penna meistarans Elíasar Mar. Hann var einn af þe…
Kúnstugt væri … að safna saman í eitt handrit ýmsum þeim yrkingum sem hrotið hafa úr penna manns fyrr og síðar … það væri andskotalaust af minni hálfu eftir að ég er dauður … Flest eru þetta hálfkæringsvísur, paródíur og útúrsnúningar, en sumt líka háalvarlegt. Elías Mar (1924-2007)
Í bók þessari birtist í fyrsta skipti fjölmargt sem hraut úr penna meistarans Elíasar Mar. Hann var einn af þeim sem á sinni tíð setti sterkan svip á reykvískt mannlíf og skipaði sér ákveðinn sess í íslensku bókmenntaflórunni, enda óhræddur við að reyna á þanþol formsins. Mörkin milli raunveruleika og skáldskapar eru stundum óskýr en sögusviðið, hvort sem það er Reykjavík eða borg úti í heimi, stendur lesanda ljóslifandi fyrir sjónum.
Persónurnar eru margar ógleymanlegar, þær spretta fram í fjölbreytileika sínum og auðga safn íslenskra mannlýsinga. Endurminningar, skáldastælingar, ástarsögur og ljóð, mannlýsingar, háðkvæði og heimspeki; hvar sem borið er niður leiftrar textinn af einskærri sköpunargleði og Elíasi sjálfum.
Þorsteinn Antonsson tók saman.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.