Product image

EPOXY GÓLFMÁLNING EP-V 5002 (10KG) - MILLIGRÁTT

EP-V Golvfärg er vatnsþynnanleg tveggja þátta Epoxy gólfmálning. Í þessari fötu er B hlutinn í 1kg pakkningu. Efnið í þessari fötu má eingöngu nota eftir að því hefur verið blandað saman við A hlutann í sömu pakkningastærð.Efnið í þessari fötu má alls ekki nota eitt og sér. UndirbúningurUndirlag þarf að vera hreint, þurrt og laust við allan lausan múr, olíu o.s.frv. Nýlega steypt gólf þurfa að ha…
EP-V Golvfärg er vatnsþynnanleg tveggja þátta Epoxy gólfmálning. Í þessari fötu er B hlutinn í 1kg pakkningu. Efnið í þessari fötu má eingöngu nota eftir að því hefur verið blandað saman við A hlutann í sömu pakkningastærð.Efnið í þessari fötu má alls ekki nota eitt og sér. UndirbúningurUndirlag þarf að vera hreint, þurrt og laust við allan lausan múr, olíu o.s.frv. Nýlega steypt gólf þurfa að harðna í a.m.k. viku. Yfirborð steyptra gólfa þarf að hreinsa með t.d. demantsslípun eða stálkúluhreinsun til að tryggja viðloðun. Við yfirmálun á eldri málningu þarf að hreinsa alla lausa málningu í burt og matta síðan yfirborðið með slípun.Blöndun og lögnBlöndunarhlutföll A og B hluta er sem hér segir. A = 3 hlutar, B = 7 hlutar. Hellið A hluta yfir í B hluta og hrærið vel með bor/hrærivél. Athugið að skafa vel innanúr A hlutanum til að tryggja að allt efnið fari úr fötunni. Ef þarf að þynna málninguna skal gera það strax við blöndun. Þynnið með vatni ca. 10-20%. Það má alls ekki þynna málninguna seinna í ferlinu. Athugið að ekki er ráðlegt að skipta pakkningum, en ef það er gert þarf að gera það af mikilli nákvæmni og samkvæmt vigt en EKKI RÚMMÁLI. Athugið að hræra vel upp í efninu áður.Berið á flötinn í tveim umferðum, með pensli eða rúllu. Tryggið góða loftræstingu, því vatnið þarf að gufa upp úr efninu áður en málningin nær fullri hörðnun. Við loftraka hærri en 85% er hætta á að yfirborðið geti orðið matt og hamrað. Hreinsið áhöld með vatni.Efnisþörf: 0,12kg/m2 í umferð. 1kg þekur u.þ.b. 8m2Líftími (pot live): Max 2 klstYfirmálun: Eftir u.þ.b. 24 klstFull harka: 5-7 dagarVarúðHætta á alvarlegum augnskaða! Geymist þar sem börn ná ekki til. Forðist snertingu við húð og augu. Berist efnið í augu skal skola vel með miklu vatni í a.m.k. 15 mín. Og hafa samband við lækni. Notið ávallt viðeigandi öryggisbúnað s.s. hanska og öryggisgleraugu. Við inntöku á efninu skal strax hafa samband við lækni og sýna honum þennan miða eða fötuna.

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.