Fegurðin í flæðinu fjallar um blæðingar, allt frá fyrsta dropa til hins síðasta. Hér er farið yfir allt frá eftirvæntingunni sem því fylgir að byrja á fyrstu blæðingum til ergelsis, bakverkja og magakrampa. Ekkert er dregið undan. Farið er inn á jafnrétti, skömm, umhverfismál, og fegurðina sem tengist þessu sérstaka ferli líkamans með alvarleika og húmor í bland. Höfundur er bóndadóttir að norð…
Fegurðin í flæðinu fjallar um blæðingar, allt frá fyrsta dropa til hins síðasta. Hér er farið yfir allt frá eftirvæntingunni sem því fylgir að byrja á fyrstu blæðingum til ergelsis, bakverkja og magakrampa. Ekkert er dregið undan. Farið er inn á jafnrétti, skömm, umhverfismál, og fegurðina sem tengist þessu sérstaka ferli líkamans með alvarleika og húmor í bland. Höfundur er bóndadóttir að norðan sem hefur starfað við ritstjórn Bretlandi, Hong Kong og er nú sjálfstætt starfandi textasmiður í Zürich.