FERRIS WHEEL PRESS lindarblek - FerriTales - Glitrandi
Framleitt úr bestu fáanlegu efnum og hágæða litarefnum. Mikið úrval spennandi lita sem örva sköpun og gleði. Einstaklega fallega hönnuð glerflaskan er augnayndi á hvers manns skrifborði. Eirboltinn sem einkennir Ferris Wheel Press hönnunina prýðir flöskurnar, en þar fer svo sannarlega saman fegurð og notagildi því tappinn er sérstakleg…
FERRIS WHEEL PRESS lindarblek - FerriTales - Glitrandi
Framleitt úr bestu fáanlegu efnum og hágæða litarefnum. Mikið úrval spennandi lita sem örva sköpun og gleði. Einstaklega fallega hönnuð glerflaskan er augnayndi á hvers manns skrifborði. Eirboltinn sem einkennir Ferris Wheel Press hönnunina prýðir flöskurnar, en þar fer svo sannarlega saman fegurð og notagildi því tappinn er sérstaklega þéttur með framúrskarandi læsingu.
Draumur að skrifa með, hvort sem er með lindarpenna eða dýfistöng. Blekið er mjög fljótt að þorna.
Lindarblek þurfa gjarnan góðan pappír svo þau blæði ekki þegar þau eru notuð með dýfistöngum og skrautskriftaroddum sem gefa mun meira magn af bleki en venjulegir skriftarpennar. Þetta lindarblek er það besta sem ég hef prófað af þegar kemur að þessu. Ég mæli með að nota fíngerða skrautskriftarodda eins og t.d. Leonard Pricipal EF og einnig Nikko G.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.