Product image

FitCo Light Commercial Hlaupabretti

FitCo
FitCo Light Commercial hlaupabrettin eru afar vegleg hlaupabretti sem að henta jafnt öflugum hlaupurum sem og byrjendum. Brettin eru gríðarlega sterkbyggð og þola því meira að segja “semi-pro” notkun eins og t.d. Í minni hótel og þvíumlíkt. Brettið er ekki samanbrjótanlegt en sá eiginleiki er tekinn út til þess að hámarka stöðugleika. Brettið er með 3 hestafla mótor sem að fleytir því upp í að há…
FitCo Light Commercial hlaupabrettin eru afar vegleg hlaupabretti sem að henta jafnt öflugum hlaupurum sem og byrjendum. Brettin eru gríðarlega sterkbyggð og þola því meira að segja “semi-pro” notkun eins og t.d. Í minni hótel og þvíumlíkt. Brettið er ekki samanbrjótanlegt en sá eiginleiki er tekinn út til þess að hámarka stöðugleika. Brettið er með 3 hestafla mótor sem að fleytir því upp í að hámarki 22 km/h. Þessi blanda af öflugum mótor og sterkri grind hækkar hámarksþyngd notanda upp í 180kg. Rafræn hækkun er á brettinu en það getur að hámarki farið í 15% halla. Sérstök fjöðrun er í brettinu sem kallast Elastic-Antishock-System (EAS) en hún minnkar álag á liðmót með því að dreifa álagi á 6 dempara sem fjaðra vel. Beltið sjálft er svo 3mm þykkt og rennur eftir stórum keflum (76mm) sem að tryggja að brettið sjálft endist vel. Mælaborðið er afar einfalt í notkun en býður þér upp á fjölda æfingamöguleika. Í mælaborðinu er að finna fjölda æfingakerfa en einnig eru flýtihnappar fyrir hraða og halla. Helstu mál o.fl. Mótor: 3 hestafla Continuous duty Hlaupasvæði: 152 x 56cm Belti: Orthobelt, 3,1mm þykkt Bretti: 25mm þykkt, kefli: 75mm Hraði: 0,8-22 km/h (í 0,5 km/h skrefum) Halli: 0-15% (í 1% skrefum) Mælaborð sýnir: Tíma, vegalengd, hraða, halla, pace, kaloríubrennslu og púls (í handföngum eða með púlsmæli sem fylgir með) Æfingakerfi: 12 Flýtitakkar: 5 fyrir hraða og 5 fyrir halla Flýtitakkar á handföngum: Já fyrir bæði hraða og halla Hjól á grunni: Já, gera flutning auðveldari Fjöðrun: Elastic-Antishock-System (EAS) með 6 dempurum Vatnsbrúsahaldarar: Já Hámarksþyngd notanda: 180kg Stærð uppsett: 215cm lengd - 85cm breidd - 159cm hæð

Shop here

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.