Á ferðum sínum um landið kynntist Steingrímur J. Sigfússon ótölulegum fjölda fólks, jafnt samherjum sem andstæðingum í pólitík. Hér rifjar hann upp eftirminnilegar sögur frá þessum ferðum og af Alþingi en allar einkennast þær af hlýju og húmor.
Í bókinni sprettur fram fólk sem varð goðsögn í lifanda lífi og má þar nefna Stefán Jónsson – Stebba á löppinni, Starra og Jakobínu í Garði, …
Á ferðum sínum um landið kynntist Steingrímur J. Sigfússon ótölulegum fjölda fólks, jafnt samherjum sem andstæðingum í pólitík. Hér rifjar hann upp eftirminnilegar sögur frá þessum ferðum og af Alþingi en allar einkennast þær af hlýju og húmor.
Í bókinni sprettur fram fólk sem varð goðsögn í lifanda lífi og má þar nefna Stefán Jónsson – Stebba á löppinni, Starra og Jakobínu í Garði, Óla komma, Regínu Thorarensen og Alla ríka, svo nokkur séu nefnd. En Steingrímur rifjar líka upp skemmtilegar sögur af samferðamönnum á borð við Halldór Blöndal, Svavar Gestsson og Katrínu Jakobsdóttur.
Fólk og flakk er lifandi frásögn af veröld sem var, áður en farsímar og önnur nútímatæki einfölduðu öll samskipti; þegar landlínan, sendibréf, heimsóknir og fundir voru leiðin til að ná til fólks; þegar vísur flugu, menn tókust á í pontu en óku síðan saman á næstu samkomu í alls konar veðrum. Og maður var manns gaman.
„Skemmtileg!“ Jakob Snævar Ólafsson, DV.is
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.