Product image

Frýs í æðum blóð

Nágrannaerjur í Grindavík, þar sem tvenn hjón takast á, fara úr böndunum. Ung kona er óvænt ráðin sem afleysingakokkur á loðnuskip og brátt fara undarlegir atburðir að gerast um borð. Og torkennilegur beinafundur á sér stað í Reykjavík. Ólíkir þræðir fléttast hér listilega saman í spennandi glæpasögu þar sem ekki er allt sem sýnist. Yrsa eins og hún gerist best!
Yrsa Sigurðardóttir hefur fyr…

Nágrannaerjur í Grindavík, þar sem tvenn hjón takast á, fara úr böndunum. Ung kona er óvænt ráðin sem afleysingakokkur á loðnuskip og brátt fara undarlegir atburðir að gerast um borð. Og torkennilegur beinafundur á sér stað í Reykjavík. Ólíkir þræðir fléttast hér listilega saman í spennandi glæpasögu þar sem ekki er allt sem sýnist. Yrsa eins og hún gerist best!
Yrsa Sigurðardóttir hefur fyrir löngu „komið sér fyrir á eða við hátind norrænna glæpasagna“ (The Times). Bækur eru gefnar út á tugum tungumála, sitja í efstu sætum metsölulista og hafa aflað henni margvíslegra viðurkenninga og verðlauna.

„Hin besta hryllings- og glæpasaga ... spennandi og vel skrifuð glæpasaga, þar sem hryllingurinn leynir sér ekki.“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

„Ég hafði afskaplega gaman af að lesa þessa bók ... Mér finnst þetta góð Yrsa.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan

Shop here

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.