Product image

Geoflex hraðflísalím 25kg

Vörulýsing: Atlas Geoflex er C2FT flísalím sem nota má inni og úti. Atlas Geoflex flísalím byggir á silíkat gel tækni sem Atlas hefur þróað. Gel tæknin er bylting sem gerir flísalímið mjög fjölhæft og þægilegt í vinnslu. Blandan hefur létta áferð og mikla þjálni. Gel tæknin tryggir góða límingu og dreifist vel undir flísarnar.Atlas Geoflex flísalím má nota á flest allt undirlag. Hentar fyrir flís…
Vörulýsing: Atlas Geoflex er C2FT flísalím sem nota má inni og úti. Atlas Geoflex flísalím byggir á silíkat gel tækni sem Atlas hefur þróað. Gel tæknin er bylting sem gerir flísalímið mjög fjölhæft og þægilegt í vinnslu. Blandan hefur létta áferð og mikla þjálni. Gel tæknin tryggir góða límingu og dreifist vel undir flísarnar.Atlas Geoflex flísalím má nota á flest allt undirlag. Hentar fyrir flísalagnir á heimilum, veitingastöðum, opinberum byggingum og verslunum. Undirbúningur: Undirlagið skal vera stöðugt, hreint og laust við lausan múr, sementslamma, raka, fitu og önnur óhreinindi sem komið geta í veg fyrir góða viðloðun.Undirlagið þarf að vera jafnt. Hámarks þykkt líms er 15mm. Lagfæra þarf misfellur sem eru dýpri en það.Grunnið yfirborð með akryl grunni.Í votrýmum þarf að kvoða yfir gruninn með viðurkenndri kvoðu.Nýsteypt gólf þurfa að hafa náð fullri hörðnun. Blöndun: Hellið innihaldi pokans í hræristamp sem í eru 6,0-7,5l af vatni, sjá nánari upplýsingar á tækniblaði. Almennt er notað lægra hlutfall af vatni þegar flísað er á vegg og ná þannig „non-slip“ áhrifum. Hrærið með hæggengri hrærivél / borvél þar til blandan er jöfn og kekkjalaus. Bíðið í 5 mínútur meðan gel tæknin virkjast. Hrærið aftur. Notist innan 45 mínútna.Notið tenntan flísaspaða til að dreifa efninu. Smyrjið því fyrst á með sléttu hliðinni og skafið síðan til með tenntu hliðinni til að fá rétta dreifingu. Eftir að Geoflex hefur verið borið á flöt, þá skal líma flís niður innan 20 mínútna. Ef skán byrjar að myndast á líminu, þarf að skafa það af og leggja nýtt lím.Þrýstið flísinni í límið og nuddið henni vel í til að tryggja að hún fái nægilega góða viðloðun. Athugið reglulega með því að plokka upp nýlagða flís, hvort límið dreifist ekki nægilega vel á bakhliðina. Í sumum tilfellum getur þurft að smyrja lími bæði á undirlag og bakhlið á flís. Eftir að flís er lögð í lím, þá er hægt að laga hana til í um10 mínútur (eftir hitast.) eftir það nær flísin ekki fullri viðloðun aftur ef hún er hreyfð. Þegar flísalagt er á veggi þá er mælt með að draga tennta spaðann niður þannig að límrendur séu lóðréttar. Hreinsið flísalím sem fer í fúgu strax.ATH um fúgubreidd og val á tannastærð flísaspaða skal leita upplýsinga hjá sölumönnum flísannaMælt er með því að hitastig sé hærra en 5°C þegar efnið er notað

Shop here

  • Múrbúðin ehf 412 2500 Multiple locations

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.