Product image

Guðni – Af lífi og sál

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Guðni Ágústsson hefur lifað dramatísku lífi. Hann ólst upp í frumstæðu bændasamfélagi en varð ráðherra á 21. öldinni, hann var feiminn piltur í Héraðsskólanum á Laugarvatni en varð einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar; hann lenti í hringiðu mikils valdabrölts þar sem átti að koma honum út úr pólitík en stóð eftir sterkari en áður.

Í bókinni Guðni – Af lífi og sál ræðir hann umbúðalaus…

Guðni Ágústsson hefur lifað dramatísku lífi. Hann ólst upp í frumstæðu bændasamfélagi en varð ráðherra á 21. öldinni, hann var feiminn piltur í Héraðsskólanum á Laugarvatni en varð einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar; hann lenti í hringiðu mikils valdabrölts þar sem átti að koma honum út úr pólitík en stóð eftir sterkari en áður.

Í bókinni Guðni – Af lífi og sál ræðir hann umbúðalaust um viðkvæm pólitísk deilumál liðinna ára, bæði innan Framsóknarflokksins og á vettvangi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Í henni er einnig fjallað um einkalíf Guðna, meðal annars sagðar skemmtilegar sögur frá uppreisn æskunnar á sjöunda áratugnum, greint frá kostulegum uppákomum í starfi hans sem þingmanns og ráðherra og dregnar upp lifandi myndir af uppvexti hans í sextán systkina hópi á Brúnastöðum um og upp úr miðri síðustu öld.

Sigmundur Ernir Rúnarsson byggir bókina á samtölum sínum við Guðna og samferðamenn hans, birtum og áður óbirtum heimildum, meðal annars minnisblöðum Guðna, sem ekki hefur verið vitnað til áður.

Hér leggur Guðni Ágústsson spilin á borðið og segir söguna eins og hún horfir við honum.

Sigmundur Ernir Rúnarsson á að baki glæstan feril sem rithöfundur og ljóðskáld. Þá er hann einn reyndasti fréttamaður landsins. Hann hefur sent frá sér margar ljóðabækur og má þar nefna Innbær útland (2002), Sögur af aldri og efa (2000) og Sjaldgæft fólk (1998). Þá skrifaði Sigmundur Ernir bókina Barn að eilífu (2004) þar sem hann fjallar um dóttur sína og baráttu hennar við óþekktan sjúkdóm og vakti hún þjóðarathygli.

Atli Már Hafsteinsson tók kápumynd af Guðna Ágústssyni en Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna. Eyjólfur Jónsson braut um en bókin er prentuð í Odda.

Shop here

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.