LPX Tactical 9 feta einhendur
Þær stangir sem eru 9 fet að lengd eru ofurléttar og henta þeim sem kjósa klassískar flugustangir hvað lengd varðar. Þær eru gefnar upp fyrir rétta línuþyngd og veita notandanum eftirsóknarverða léttleikandi tilfinningu. Stangirnar eru ótrúlega fjölhæfar og nýtast í ólíkum aðstæðum. Þær verða fyrir minni áhrifum af vindi en 9,9 feta stangirnar og eru ögn hraðari. Línuþyngdir #2-3 henta frábærlega í púpu- og þurrfluguveiði þar sem fíngerð framsetning og grannir taumar skipta höfuðmáli. Stangir í línuþyngd #4-5 eru fjölhæfari og nýtast í púpur og þurrflugur við hverskyns aðstæður. Eiginleikar þeirra koma bersýnilega í ljós á lengra sem skemmra færi og með ólíkum gerðum flugukasta. Línuþyngd #6 er heppileg fyrir þá sem veiða á opnum svæðum þar sem vindur getur orðið mikill. Sú stöng nýtist vel í púpuveiði en kastar þó straumflugum einnig. Línuþyngd #7 er öflugasta stöngin í seríunni. Hún er hönnuð til að kasta stórum straumflugum og fer létt með þyngstu sökklínur.Ítarupplýsingar
C.A.P M4.0 tæknin
C.A.P M4.0™ koltrefjauppsetningin skapar einstaka sveigju með hraðri endurheimt og mikilli nákvæmni. C.A.P tæknin er með flóknu áslægu mynstri, CAP (e. Complex Axial Pattern) sem parað er við einátta koltrefjauppbyggingu. Með tækninni eru koltrefjalög lögð upp í mismunandi horn hvert á annað til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Í einátta óofnu koltrefjamynstri liggja allar trefjarnar í einni samsíða stefnu, sem tryggir hámarksstyrk stangardúksins. M4.0 ™ er kvoðan eða plastefnið (e. Resin) sem notað er í þessháttar uppbyggingu. Vegna þeirra eiginleika sem efnið hefur er fyllt betur í eyður stangardúksins en með öðrum hefðbundnum efnum sem leiðir af sér meiri styrk. Það dregur einnig úr magni plastefnisins sem annars þyrfti að nota sem endurspeglast í því hve léttar stangirnar eru.The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.