Líf Gunnars Birgissonar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp við lítil efni og var hálfgerður einstæðingur; átti fjölda hálfsystkina og uppeldissystkina en var meira og minna á eigin vegum frá unglingsaldri. Fljótlega kom í ljós að Gunnar er hamhleypa til verka, hann braust til mennta og þegar hann fann fjölina sína sem verkfræðingur og síðar stjórnmálamaður var fátt sem gat stöðv…
Líf Gunnars Birgissonar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp við lítil efni og var hálfgerður einstæðingur; átti fjölda hálfsystkina og uppeldissystkina en var meira og minna á eigin vegum frá unglingsaldri. Fljótlega kom í ljós að Gunnar er hamhleypa til verka, hann braust til mennta og þegar hann fann fjölina sína sem verkfræðingur og síðar stjórnmálamaður var fátt sem gat stöðvað hann.
Í þessari hressilegu og einlægu bók segir af skrautlegri fjölskyldusögu Gunnars en líka Dagsbrúnarverkamanninum sem varð umsvifamikill framkvæmdamaður og einn af forystumönnum atvinnurekenda í þjóðarsáttinni, átökum í pólitíkinni þar sem hann dregur ekkert undan – og ástinni sem hann fann á ljósum hesti á Hrauni í Ölfusi.
Bráðskemmtileg og fróðleg bók eftir Orra Pál Ormarsson sem sýnir svo ekki verður um villst að það er gott að lesa ævisögu!
Gunnar Birgisson – Ævisaga er 272 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Aðalsteinn Svanur Sigfússon hannaði kápu.
The information listed is subject to change without notice. Contents, terms and conditions on vendor's web sites apply.